Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Stefnir - 01.10.1951, Blaðsíða 17
VÍÐSJÁ 15 hann var lemstraður. Það þurfti ekki aS vera mjög svalt til þess að hann biti í kalbrisið, eyrað sem ekki var lengur á honum, heldur hafði brotnað af höfði hans fyrir tólf árum og týnzt. Það var því ekki eingöngu vegna blygðunar •—• eins og flestir héldu — að hann bar höfuðfat sitt svo sem hann gerði, kannski meðfram að vísu, en hin ástæðan var þó sízt veigaminni: hversu kulurinn lagðist sár að týnda eyranu. Greipur herti göngu sína inn holtin. Smalaseppi Hafliða bróður hans fylgdi honum, þaut snasandi í þessa áttina eða hina, rakti spor í snjóföiinu, slóð fugls og músar, varð margs vís með sínu trýni. „Vaskur!“ kallaði maðurinn, — „láttu þér hægt, bölvaður!“ Þegar hann kom á fellið var dagskíma orðin það björt, að ljós séra Hjálmars virtist bliknað, •— leiðarljós Heiðarprestsins, þó að enn tórði það á kveiknum, vonandi að það hefði vel dugað í gær- kvöldi. Fáeinir sauðir, sem höfðu dregið sig heimundir vegna snjó- gráðans, hlupu frá húsinu þegar þeir urðu mannsins og hundsins varir, húsið var tómt þegar Greipur kom í dyrnar. Gott, þá höfðu þau tvö þó ekki borið hér beinin í nótt, hugsaði maðurinn, og hon- um létti fyrir brjósti. En hann ákvað að ganga hreint til verks úr því að hann var á annað borð lagður af stað, — halda áfram upp á Heiði og fá sannar fregnir. Á því varð nú samt dálítil töf, að hann slyppi á brott héðan, honum var víst ætlað að bæta ögn við lífs- reynsluna sína fyrst, — eins og hann var þá líka blásnauður af henni fyrir! Það var hundurinn sem snuðraði þetta upp og vísaði honum á staðinn, — Vaskur með sitt trýni, hnerrandi og geltandi réðist hann á torfubútinn og krafsaði hann niður. Hvað lá hér undir steini, — varla þó fiskur? Langa stund einblíndi Greipur Finnbogason hugstola á fund sinn, drjúpu höfði, hreyfingarlaus, eins og hann gerði bæn sína yfir gröf. Hann hafði enn ekki tekið þetta upp, varla snert það, einungis dregið það út úr holunni og flett í sundur þessari hvítu dulu, til þess að sjá hvað væri innan í henni. Og þarna lá útburðurinn við fætur hans, nakinn í snjónum, blágulur, og ofurlitiar blóðtrefjar hér og þar, — lá þarna í fósturstellingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.