Stefnir - 01.02.1979, Side 13

Stefnir - 01.02.1979, Side 13
FRIÐRIK SOPHUSSON: „öll þau þjóðfélög, sem við þekkjum eru blönduð í þeim skilningi, að einstaklingarnir njóta alls staðar nokkurs frelsis, en eru þó að meira eða minna leyti háðir vilja annarra. Pað að vera frjáls verður varla betur skilgreint á annan hátt en að það sé að vera óháður annarra geð- þótta og vilja og geta framfylgt eigin markmiðum. En þó að öll þjóðfélög séu þannig blönduð, þá er ekki sama hvernig blandan er, og er það ástæðan til þess, að þessi bók hefur verið rituð." (Frjálshyggja og alræðishyggja, bls. 200). Útgáfa bókarinnar „Frjálshyggja og alræðishyggja" markar á vissan hátt tímamót í stjórnmálaritun hér á landi. í fyrsta sinn setur íslenzkur Höfundur á þakkir og heiður skilið fyrir framtakið frjálshyggjumaður fram í heilli bók hugmyndafræðileg viðhorf sín. Pað hlýtur að teljast til stórtíðinda, þegar Sjálfstæðismaður skrifar bók um stjórnmálaleg grundvallaratriði þau, sem Sjálfstæðisstefnan er reist á. Frjálshyggjumenn hafa því fulla á- stæðu til að hrópa „húrra“ eða „heyr“ fyrir próf. Ólafi Björnssyni. Framlag höfundar fyrr og nú. „Frjálsbyggja og alræðishyggja“ hefur þegar orðið tilefni fjölda blaða- greina og gagnrýni. í þessu greinar- korni verður ekki reynt að meta vís- indalega nákvæmni höfundar. Ekki verður heldur reynt að gefa ritverk- inu fræðilega einkunn. Tilgangurinn er einungis sá, að benda á notagildi bókarinnar í stjórnmálaumræðunum. og gagnsemi hennar fyrir þann fjölda ungra íslenzkra frjálshyggjumanna, sem um langan aldur hafa ekki átt neitt heilsteypt fræðirit á íslenzkri tungu. Hér er um að ræða fræðslurit, sem setur skoðanir og hugmyndir þeirra í samhengi við alþjóðlegar hreyfingar og stefnur. Fræðslurit, sem gerir þeim kleift að standa föst- um fótum í hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar. Fáir, ef nokkrir, sjálfstæðismenn hafa ritað jafnmikið um frjálshyggju í stjórnmálum og hagfræði eins og Ólafur Björnsson. í kandidatsritgerð sinni, sem skráð var fyrir fjórum áratugum við Kaupmannahafnarhá- skóla tók hann svipuð málefni til meðferðar. Allar götur síðan hefur prófessor Ólafur verið boðberi frjáls- hyggjunnar í íslenzkum stjórnmálum og efnahagsmálum. Líklega gera fáir sjálfstæðismenn sér ljóst, hve mikil áhrif Ólafs Björnssonar á stjórnmál- in voru í raun. Með greinum sínum, ritgerðum og ræðum hafði hann að sjálfsögðu áhrif, en ekki síður í um- ræðum á bak við tjöldin innan flokksins og þingflokksins, þar sem hann hafði án efa veruleg áhrif á forystumenn flokksins. Ólafur Björnsson er því eflaust í hópi þeirra manna, sem drýgstan þátt áttu í þeim skrefum, sem stigin hafa verið frá stríðslokum í átt til aukins frjáls- ræðis í efnahagsmálum. Áhrif frá Hayek. Á árinu 1946 gaf Samband ungra Sjálfstæðismanna út útdrátt úr bók- inni „Leiðin til ánauðar” eftir Fried- rich Hayek, en hún kom út 1944. í formála þessarar útgáfu segir Jó- hann Hafstein, þáverandi formaður SUS, að útdrátturinn, sem fyrst birt- ist í Morgunblaðinu, „hafi vakið mikla eftirtekt og raskaði sannarlega sálarró manna á ekki allfáum rit- stjórnarskrifstofum íslenzkra blaða. Taugaóstyrkurinn náði þó hámarki, er Þjóðviljinn gerði kröfur til þess í forystugrein, að ungum sjálfstæðis- mönnum væri bannað að birta þenn- an bókarkafla. Pessar kröfur Þjóð- viljans báru að vísu ekki annan ár- angur en þann að vekja athygli ís- lenzkra blaðalesenda á því, að hér á landi væru til menn, sem ekki væru komnir svo skammt á veg á „leiðinni til ánauðar“.“ Þýðandi útdráttarins úr „The Road to Serfdom“ var Ólafur Björnsson, þá dósent. Á þetta er minnzt hér vegna þess að augljóst er, hve mikil áhrif hugsuðurinn og hagfræðingur- inn (sem reyndar er einnig lögfræð- ingur) — Friedrich v. Hayek hefur haft á Ólaf. Þegar Hayek, fulltrúi Vínarskólans í hagfræði, hlaut Nó- belsverðlaunin, skrifaði Ólafur 13

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.