Stefnir - 01.02.1979, Page 25

Stefnir - 01.02.1979, Page 25
GEIR H. HAARDE, HAGFRÆÐINGUR: í tilefni „Frjálshyggju og alræðishyggju“ / Ólafur Björnsson prófessor hefur unnið þarft verk með því að skrifa bókina „Frjálshyggja og alræðis- hyggja“. Lengi hefur verið skortur á aðgengilegu lesefni á íslenzku um grundvallaratriði efnahags- og stjórn- mála og ekki sízt túlkun frjálshyggju- manna á þeim. í bók Ólafs er gerð mjög skilmerkileg grein fyrir þessum hlutum og bætt úr brýnni þörf að því leyti. í þessari grein verður í stuttu máli rætt um nokkur hagfræðileg atriði, sem lauslega er drepið á í bók Ólafs, og þau rædd nokkru nánar. Af mörgu er að taka, en þetta tilefni verður aðeins notað til stuttra vanga- veltna um mál, sem ella mætti hafa um mörg orð. Skipulagning framleiðslunnar, hvað skuli framleitt hvernig, og með hvaða hætti afrakstrinum skuli dreift, er það grundvallarvandamál, sem taka verður afstöðu til í sér- hverju þjóðfélagi. í þjóðfélögum nú- tímans hefur í raun aðeins verið reynt að leysa þennan vanda á tvenn- an hátt, þótt í ýmsum útgáfum hafi verið. Annars vegar er hægt að leysa vandann með algerri miðstýringu, þar sem eitthvert ákveðið yfirvald tekur þær ákvarðanir, sem taka þarf um öll þessi atriði, og hefur þá jafn- framt aðstöðu til að framfylgja öllum ákvörðunum til hlítar. Skiptir í þessu sambandi ekki máli með hvaða hætti slíkt yfirvald hefur fengið umboð sitt til að stjórna. í raunveruleikan- um, þar sem reynt er að stjórna með þessum eða ámóta hætti, byggir þetta yfirvald á alræðisstjórn og þegnarnir eru ekki spurðir hvers þeir óska. En það er fræðilega hægt að ímynda sér, að frjálsir borgarar afsali í hendur þessu yfirvaldi rétt- inum til algerrar stjórnar af því tagi, sem hér um ræðir, enda þótt slíkt afsal sé í raun nær óhugsandi og hafi hvergi þekkzt í þeim löndum, þar sem miðstýringin er sem mest. Það eru þessar litlu líkur á því, að al- menningur gefi frá sér sjálfviljugur allt forræði í efnahagsmálum og fái það í hendur stjórnvöldum, sem gera Friedrich Hayek, Ólafi Björnssyni og mörgum fleirum kleift að draga þá ályktun að lýðræði sé ósamrýman- legt miðstjórnarkerfinu. Á hinn bóginn er unnt að kljást við vandann með því að dreifa á- kvörðunum um flest efnahagsleg atriði til þeirra, sem þessar ákvarðan- ir snerta fyrst og fremst, þ. e. láta neytendur og framleiðendur ákveða sjálfa, hvað þeir vilja kaupa eða selja innan þeirra marka, sem þeirra eigin möguleika setja. Þetta er lausn mark- aðskerfisins. Eins og Ólafur Björnsson bendir rækilega á er innbyggður í mið- stjórnarkerfið sá vandi að valdhaf- arnir hafa mjög takmarkaðar vís- bendingar um vilja þegnanna, jafn- vel þótt þeir vildu annars leggja sig fram um að fara eftir honum en eins og dæmin sanna er það ekki sjálfsagður hlutur. í markaðskerfinu annast hins vegar markaðurinn ekki aðeins dreifingu gæðanna, heldur gegnir jafnframt mjög mikilvægu boðmiðlunarhlutverki. Hann kemur boðum milli kaupenda, seljenda og borgaranna almennt um hvert sé mat þeirra á því, sem til ráðstöfunar er. Við eðlilegar aðstæður gerist þetta allt án nokkurra afskipta hins opin- bera. Eitt höfuðviðfangsefni nútímavel- 25

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.