Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 37

Stefnir - 01.02.1979, Qupperneq 37
Að sjálfsögðu hafa Bandaríkin líka áhyggjur af framvindu mála austur frá. Eftir útreiðina í Víetnam hafa bein áhrif Bandaríkjamanna í Asíu minnkað. Fátt væri þeim líka minna að skapi en að Sovétríkin efldu þar ítök sín enn. Menn skyldu líka minnast þess, að þrátt fyrir að vær- ingjar sé á milli Sovétmanna og Kín- verja sem stendur, er hugmynda- fræðilegur ágreiningur ekki svo ýkja mikill og að minnsta kosti langtum minni en á milli Bandaríkjanna og Kínverja. Þó það kunni sem stendur að virðast fjarlægur möguleiki, ber engu að síður að hafa það í huga, að vel kann að fara svo, að Kínverjar og Sovétmenn sættist. Hvernig kötturinn er á litinn. Það er ljóst að viðhorf stjórnvalda í Kína hefur verið að breytast. í stað hreintrúar Marxista hafa tækifæris- sinnar sest í valdastólana. Markmið þeirra er að iðnvæða Kína hvað sem það kostar. Fræg eru þau orð, sem höfð eru eftir Teng Hsiao Ping, að það væri sama hvernig kötturinn væri á litinn ef hann veiddi mýs. Með öðrum orðum, það er sama hvaðan gott kemur, ef okkur tekst bara að iðnvæðast. Og er þá komið að annarri helstu ástæðu þess að Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Kína. Varla er nokkur ástæða til þess að efast um að Kína verði efnahagslegt stór- veldi í framtíðinni. Landið er stórt og fjölmennt og með erlendri tækni- og fjárhagsaðstoð ætti að vera hægt að iðnvæða landið á tiltölulega skömmum tíma. Innan nokkurra ára- tuga má ætla að Kína verði einn álitlegasti markaðurinn í heiminum. Það er því ekki til lítils að vinna fyrir Vestræna kaupsýslumenn að komast með annan fótinn inn fyrir dyr Kínverja strax í byrjun. Það hefur heldur ekki staðið á því. Vest- rænar vörur eru farnar að streyma inn í landið. Jafnvel Coca cola, sem löngum hefur verið ímynd banda- rískrar ,,heimsvaldastefnu“ er nú drukkið af brosmildum Kínverjum í Maófötum. Taiwan ekki svikið. Það er skoðun þess, sem þetta skrifar, að Bandaríkin hafi stigið rétt skref með því að taka upp stjórnmálasamband við Kínverja. Ef þau hefðu látið það ógert, benda allar líkur til þess, að áhrif Sovét- manna í þessum heimshluta hefðu vaxið að miklum mun og ógnað valdajafnvæginu í heiminum. Menn benda á, það sem lúalegt bragð, af hendi Bandaríkjamanna, að þeir hafi látið Taiwan veg allrar veraldar. Þetta er þó ekki alls kostar rétt. Þó að sendiráði Bandaríkjanna á Tai- wan hafi verið lokað eru samskipti ríkjanna mikil eftir sem áður. í stað sendiráðs hafa Bandaríkjamenn þar nú aðra stofnun, sem gegnir svipuðu hlutverki, þó ekki beri hún heitið sendiráð. Bandarískir viðskiptahags- munir í Taiwan eru líka miklir og varla er við því að búast að Kín- verjum yrði leyft að komast upp með yfirgang við Taiwan búa af þeim sökum. Pólitískir slátrarar. Ég tel á hinn bóginn, að Vestur- landabúar verði að. skoða vel hinar siðferðilegu hliðar málsins. Það er vitað mál og hefur meðal annars verið staðfest í skýrslum Amnesty International, að í Kína fari fram einhver stórfenglegustu mannrétt- indabrot í heiminum. Á meðan Maó formaður var við völd og landið var lokað vesturlandabúum að mestu, bárust litlar fréttir, en öðru hvoru láku þó út frásagnir af hinum hroða- legustu atburðum. í hinni stórmerku bók um Leyniskýrslu SÍA, sem Heimdallur gaf út, birtast til dæmis hinar ægilegustu lýsingar, ritaðar af Skúla Magnússyni, sem dvaldist í Kína við nám, meðan að einungis örfáir Vesturlandabúar fengu að heimsækja landið. Tiltekin tímabil í sögu hins komm- úníska Kína hafa líka verið blóðugri en önnur. Það skeið sem nefnt hefur verið „stóra stökkið fram á við“, eða hin svo nefnda „menningar- bylting", var ekkert annað en blóma- tíma pólitískra slátrara. Blóði drifin saga. Þetta skyldu menn því hafa í huga þegar rætt er um Kína. Við skulum minnast þess, að saga leiðtoga komm- únistaflokks Kína er blóði drifin. Þess vegna er það óþolandi að heyra menn, jafnvel flokksbundna sjálf- stæðismenn, tala af virðingu og að- dáun um þessa böðla og jafnvel kenna sínar eigin lífsskoðanir við nafn þeirra (sbr. Maóista). Af þessum sökum er það skoðun mín, að Vesturlandabúar eigi að nýta hvert tækifæri sem gefst, til þess að þrýsta á um mannréttindi í Kína. Lýðræðisríki Vesturlanda geta ekki látið alræðisríkjum tækniaðstoð í té, nema hún hafi í för með sér aukið réttlæti og frelsi handa þegn- um viðkomandi lands. Slíkt gerist alls ekki neitt sjálfkrafa. Að spila kínverska spilið. Með því að efla Kína efnahags- lega og hernaðarlega, án þess að það leiði til breyttrar þjóðfélagsskipunar, eru Vesturlönd í raun og veru að ala eiturnöðru sér við brjóst. Eins og fyrr segir, eru öll skilyrði fyrir hendi til þess að Kína verði stór- veldi. Ef þjóðfélagsgerð Kína breyt- ist ekki-neitt, mun afraksturinn því verða sá eftir nokkur ár, að Vestur- lönd munu ekki aðeins standa frammi fyrir einu voldugu alræðis- ríki heldur tveimur. Vesturlönd höfðu ekki marga val- kosti í sambandi við Kína. Enda hefur það verið svo um nokkurra ára skeið, að fræðimenn og stjórn- málamenn hafa gjarnan talað um að „spila kínverska spilið“. í þessu spili er miklu að tapa. Það er mikið lagt undir, enginn hefur tromp.Sá sigrar, sem fyrstur leggur spilin á borðið, — það er að segja, ef enginn býður betur. (1) Pessar upplýsingar um efnahags- ástandið á Taiwan em fengnir úr News- week 5. febrúar 1979. Af öðrum heimildum má nefna frétta- tímaritið Economist, flest hefti janúar- mánaðar og fram í febrúar, einnig hafa verið hafðar í huga greinar úr breskum dagblöðum svo sem Daily Telegraph, Fi- nancial Times og Observer. Loks studdist ég við eftirtaldar greinar: Against the China Card, eftir Edward N. Luttwak, sem birtist í bandaríska tíma- ritinu Commentary. The Great American dream, eftir Nic- holas von Hoffmann í breska tímaritinu Spectator, 30. des. 1978. For all the peanuts in China, Murray Sayle, Spectator, 6. jan. 1979. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.