Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 41

Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 41
fyrirbyggja ómegð. 7) Búðsetuleyfi, sem á seinni öldum nefndist þurra- búðir eða tómthús. Búðsetumenn framfleyttu sér og sínum með sjó- sókn en höfðu engan búpening né grasnyt. Af ákvæðunum um aðsetur- leyfi og búðsetu verður ekki annað séð en menn hafi að vissu marki verið átthagabundnir hér á þjóð- veldisöld og með búðsetuákvæðinu hafi íslenskir bændur komið í veg fyrir þéttbýlismyndun af ótta við framfærslu búðsetufólks á harðind- um. Niðurstaða ofantalinna er að á þjóðveldisöld var hreppurinn sam- ábyrgðarfélag. Tekjustofn sveitarfélaga á þessum tíma var fæði og klæði, sem bændur létu í té og eftir að kristni var lög- tekin tíund og sektir vegna helgi- dagabrota. Stjórn hreppa var þrenns konar. Hreppsfundir eða þing þar sem tekin voru til meðferðar öll mál, sem vörðuðu hreppinn. Hrepp- stjórar eða sóknarmenn, sem voru 3 til 5 að tölu og kosnir voru á hreppsfundi og skyldu þeir skipta tíund og lögsækja menn vegna van- skila á henni. Framkvæmdavaldið í hreppsmálum hefur með tímanum færst æ meira yfir í hendurnar á sóknarmönnunum og virðist stjórn- skipun hreppanna hafa verið full- komnari en stjórnskipun þjóðveldis- ins. Hreppadómur dæmdu svo í á- greiningsmálum er risu út af málefn- um hreppanna. Hreppar 1281—1703. Jónsbók og Manntalið 1703. Með Jónsbók var hreppaskipunin í landinu lögfest og öll ákvæði henn- ar um sveitastjórnarmál féllu undir Framfærslubálk, sem talar sínu máli um hvaða hlutverk hreppum var ætlað að gegna. í Jónsbók sagði að stjórn og forsjá hvers hrepps skyldi vera í höndum fimm hreppstjórnar- manna. Manntalið 1703 telur hreppstjóra vera 670 og munu hreppar þá hafa verið um 165 en þessi tala er líklega fengin með því að telja þá sem undirrituðu manntalið í hverjum hreppi. Eins og fyrr segir gerir Jónsbók ráð fyrir því, að hreppurinn sjái fyrir framfærslu, en verkefni þeirra urðu fjölbreyttari er fram liðu stundir. Frá árinu 1641 er til ýtarleg skrá um embætti hreppstjóra og má hún teljast undanfari erindabréfsins frá 1809. Skjalið er merkilegt fyrir það að ríkisvaldið, þ. e. umboðsmenn konungsvaldsins fela hreppstjórum umboð sitt í þeim málum sem upp eru talin. Hreppurinn var orðinn handhafi framkvæmdavalds með sterkt miðstjórnarvald sér til halds og trausts. Upphaf þessarar umboðs- veitingar hefur vafalaust verið skatt- heimta fyrir konung, enda ekki öðr- um til að dreifa því þeir voru best kunnir efnahag hvers og eins vegna innheimtu tíundar. Hagsmunir kon- ungsvaldsins urðu þess, ásamt öðru, valdandi að sýslumenn urðu með tímanum yfirmenn hreppstjóra. Rík- isvaldið seildist því æ meir inn á vettvang sveitarstjórna í skjóli fjár- heimtu. Lögum samkvæmt átti stjórn hreppa að vera óháð konungsvaldinu, en varð í raun æ háðari því þegar fram liðu stundir. Afgerandi at- burður í þessari þróun voru siða- skiptin en telja má annað þessu til viðbótar, að hrepparnir glötuðu smátt og smátt sjálfstæði sínu til ríkisvaldsins og umboðsmanna þess. 1) Pað er grunneðli ríkisvaldsins að færa út valdsvið sitt, jafnvel þó að ekki sé eftir miklu að sækjast. 2) Hreppstjórum og sýslumönnum hef- ur ekki alltaf verið ljós greinarmun- ur sveitarstjórnar og landsstjórnar. 3) Hreppstjórar munu oft hafa leitað aðstoðar og ráða sýslumanns. Hreppar 1703—1872. Frá Jarðabók til Tilskipunar um sveitarstjórnamál. Árið 1703 er látið skipta hér vegna þess að með Jarðabókinni fást í fyrsta skipti ítarlegar upplýsingar um hreppa, fjölda þeirra, nöfn, land- frðileg takmörk, o. fl. Á þessu tíma- bili koma til sögunnar manntalsþing- sóknir sem voru stjórnsýsluumdæmi ríkisvaldsins. Oft féllu saman tak- mörk hreppa og þingsókna en ekki var það algilt. Jarðarmatsnefnd, sem skipuð var 1800 átti að gera tillögur um breytta hreppa- og þingsóknar- skipun, svo og um kirkjusóknir og mat á jörðum. Tillögur nefndarinnar hlutu hvorki náð fyrir augum yfir- valda né voru þær framkvæmdar og voru hreppamörk því að mestu óbreytt. Hreppsfundir skyldu haldn- ir sem fyrr og nú tveir. Hreppstjóra- embættið breyttist og samkvæmt lögum skyldi hreppstjórinn kosinn af hreppsbúum en þetta varð dauður bókstafur því frá 1700—1809 skip- uðu sýslumenn þá og amtmenn frá 1809 til 1872. Sjálfræði sveitarfélag- anna var því að syngja sitt síðasta á þessum tímabilum. Á fyrsta tug 19. aldarinnar eru hreppstjórar gerðir að embættis- mönnum ríkisins. Árið 1809 var samið sérstakt erindisbréf handa hreppstjórum og fjallaði það eðli sínu samkvæmt um hreppstjóraem- bættið, réttindi þess og skyldur. Á þessu tímabili hlutu fyrstu bæirnir kaupstaðaréttindi — Reykjavík, Ak- ureyri og ísafjörður. Tekjustofnar sveitarfélaganna voru eftir sem áður tíund, en útsvör komu í stað mann- eldis og matargjafa og verkefni sveit- arfélaga varð fjölþættara _en verið hafði. Framfærsla varð þó eftir sem áður aðalverkefnið en við bættust fræðsluskylda, heilbrigðiseftirlit, o. fl. Verkefnin voru orðin æði fjölþætt og mörg og jafnframt fjölgaði em- bættisverkum hreppstjóranna en þeim var fækkað úr 3 til 5 í 1 til 2. Sjálfræði sveitarfélaganna var endan- lega afnumið á þessu tímabili. Þó má segja að vottur af sjálfræði sveit- arfélaganna gagnvart ríkisvaldinu hafi varðveist í kaupstöðunum. I- búar þeirra höfðu meira um stjórn kaupstaðanna að segja en íbúar hreppanna höfðu eftir 1809. 1872—1979. Tilskipun um sveitar- stjórnarmál. - Sveitarstjórnir í nútíð. Með tilskipun um sveitarstjórnir frá 4. maí 1872 endurheimtu sveit- arfélögin það sjálfstæði sem þau höfðu smám saman misst og að fullu 1809. Einnig varð sýslan lögboðið sveitarstjórnarumdæmi og fram kom að sýslumenn höfðu allmikið að segja um málefni hreppanna. Af- skipti þessi höfðu stórvaxið 1732 og 1809. Stofnuð voru með tilskip- unum sýslufélög sem í eru sveitar- félög innan sýslnanna. Henni stjórn- aði svo sýslunefnd. Á þjóðveldisöld var sveitarfélagið, hreppurinn framfærsluaðili, sem skyldi tryggja afkomu bjargarlausra. Frá 1281 til 1872 átti sér stað hæg- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.