Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 43

Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 43
fara þróun, þar sem konungsvaldið og fulltrúar þess seildust æ meira inn á verksvið innlendra stjórnstofn- ana í skjóli fjárheimtu. Gamlar ís- lenskar valdastéttir, sem haldið höfðu uppi vörnum gegn ásælni hins erlenda valds misstu forræði sitt og forystu í hendur nýrra aðila, inn- lendra og erlendra, sem áttu frama sinn og völd undir þjónustu við hið erlenda vald. Hagur þess var þeirra hagur. Með endurreisn Alþingis er fyrst farið að gera kröfur um endur- heimt sjálfsforræði. 2. Hugtökin ríki, stjórnkerfi, sveitar- félag og frumeining. í umfjöllunum um sveitastjórnar- mál og málefni dreifbýlis og þétt- býlis gætir ósamræmis í notkun ofan- nefndra hugtaka. Hér er ekki um ranga notkun að ræða, en áberandi að þau eru hvergi skilmerkilega skil- greind. Það hlýtur að vera forsenda allrar umræðu um samskipti ríkis og sveitarstjórna að þau hugtök, sem notuð eru í þeirri umræðu séu skil- greind þannig, að ljóst sé hvað átt er við þegar þau eru notuð. Sem dæmi má nefna notkun þessara hug- taka í riti Sambands íslenskra sveit- arfélaga. „Ríkið og sveitarfélög eru handhaf ar f ramkvæmdavaldsins'1. Ríkið hefur með löggjafarvaldinu . .“ „Sveitarfélögin hljóta að verða á- fram grundvallareining stjórnkerfis- ins.“ Hér vantar alla skilgreiningu á þeim hugtökum, sem notuð eru. Ríkið er einhver aðili, sem bæði hefur með höndum framkvæmda- og löggjafarvald og fullyrt er að sveitar- félögin séu grundvallareining eða frumeining. Niðurstöður umræðna um það hvort séu grunneiningar ríki eða sveitarfélag, byggist á því hver skil- greining þeirra er. Ályktanir eru dregnar út frá skilgreiningunum og niðurstöður samræmdar. Hugtökin, sem þarf að skilgreina eru: ríki, stjórnkerfi, sveitarfélag og frumeining eða grunneining. Skil- greiningar þessar eru erfiðar, ekki vegna þess að hugtök þessi séu ill- skilgreinanleg, heldur vegna þess hve þau eru ofnotuð og rangtúlkuð og lítið samræmi er í notkun þeirra. Orðið ríki í daglegri umræðu merkir allt frá áfengisútsölu til æðstu stofn- ana stjórnkerfisins. Ríkið. Hugtakið ríki felur í sér tvennt, hugtökin þjóð og stjórnkerfi. Þessi atriði sameinast í hugtakinu ríki þannig að átt er við þjóð með ákveð- ið stjórnkerfi sem sameiningartákn. Ríkið er hið pólitíska form mann- legra samskipta, þar sem þjóðfélagið er skipulagt samkvæmt leiðsögn stjórnkerfis, sem hefur lögleg yfirráð yfir tilteknu landssvæði og yfirráð yfir öllum þegnum þjóðfélagsins og getur í krafti þessara löglegu yfir- ráða beitt afli til þess að tryggja og framkvæma löglega stjórnun. Stjórnkerfi. Hugmyndafræðin að baki íslenska stjórnkerfinu er lýðræði og hér finn ast öll einkenni lýðræðisstjórnkerfis, stjórnarskrá, löggjafarþing með þjóð- kjörnum fulltrúum, ríkisstjórn og forseti, stjórnmálaflokkar sem byggja á fjöldaþátttöku, almennar reglu- bundnar kosningar, o. s. frv. Hent- ugt er í umfjöllun um stjórnkerfi að hugsa sér það sem samansafn stofnana eða eininga. s. s. þing, ríkis- stjórn, ráðuneyti, embættismenn, stjórnarskrá, o. s. frv. Sveitarfélag. Sveitarfélag er félagsleg, pólitísk og landfræðileg eining, sem er sjálf- stæð í framkvæmd staðbundinna verkefna. Frumeining. Ef við hugsum okkur að stjórn- kerfi sé samansafn eininga, þá er frumeining sú eining stjórnkerfisins, sem það byggist á. Frumeining væri þá um leið sú stofnun í stjórnkerf- inu, þar sem afgerandi ákvarðanir væru teknar, — afgerandi á þann hátt, að þær snertu flestar eða allar stofnanir stjórnkerfisins. Frumeining hefði þá stöðu innan stjórnkerfisins, að erfitt væri eða útilokað að ganga framhjá ákvarðanatöku hennar. Frumeining hefði úr að spila þeim pólitísku björgum, sem gerðu henni kleift að stjórna beint og hafa áhrif á eða beygja undir ákvarðanir sínar sérhverja þá stofnun stjórnkerfisins, sem hún fengist við hverju sinni. Vérkefnaskipting ríkis og sveitar- félaga. Samkvæmt skilgreiningunni hér að framan er ríkið samheiti fyrir þjóð og stjórnkerfi. Stjórnkerfið er samansafn stofnana, sem saman eða sér eru framkvæmdaaðilar, sem leysa af hendi verkefni sem eru nauðsyn- leg vegna starfsemi ríkisins. Löggjafarvaldið er sú stofnun inn- an stjórnkerfisins, sem ákveður verk- efnaskiptingu ríkisins og sveitarfé- laganna. Verkefnum þessum er skipt í þrennt: 1. Verkefni sem ríkið stendur eitt að. 2. Verkefni sem sveitarfélög standa ein að. 3. Verkefni sem ríki og sveitarfélög standa saman að. Ríkið hefur eitt með höndum sveitarfélaga, einna eða margra sam- an eða landshlutasamtaka þeirra. Ef litið er á verkefni sveitarfélaga kemur í Ijós að þau eru fyrst og fremst lögboðin fjárframlög til ríkis- ins og sameiginlegra velferðarmála íbúa sveitarfélaganna. Sveitarfélög hafa því ekki afgerandi áhrif á stjórn ríkisins. Þau eru afmarkaður og fá- mennur vettvangur þar sem einstakl- ingurinn getur haft meiri áhrif á stjórn sveitarfélagsins en ríkisins. Sveitarfélög eru hins vegar svo fá- menn að þau valda ekki ein ýmsum verkefnum sínum og sumum þeirra alls ekki. Þetta gildir að vísu ekki um þau öll, t. d. stærri hreppa og svo bæi. Þetta vandamál hafa sveit- arfélögin reynt að leysa með sam- vinnu sín á milli en þar sem um mjög staðbundin verkefni er að ræða standa sveitarfélögin ein. Áður hefur verið drepið á það eðliseinkenni, ef svo má segja, ríkis- ins að færa stöðugt út valdsvið sitt. I allri umræðu um sveitarstjórnar- mál gætir þess mjög að ræða og gagnrýna miðstjórnartilhneigingu rík- isins. Þá er gjarnan bent á þá stað- reynd að all-flestar stofnanir stjórn- kerfisins hafi aðsetur sitt á höfuð- borgarsvæðinu. Hér er á ferðinni gamalt deilumál, togstreitan milli dreifbýlis og þéttbýlis. Reykjavík er orðin samheiti fyrir stjórnkerfið og stofnanir þess, „Reykjavíkurvaldið“. Sé litið á starfsmannaskrár ríkis- ins og stofnanaskrár kemur í ljós að 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.