Stefnir - 01.02.1979, Blaðsíða 47
!! !||
t I
n |
•.B
Ungir sjálfstæðismenn hafa farið í
skóla og kynnt stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, þar sem þess hefur verið
óskað. Meðal annars fóru þeir Anders
Hansen í stjórn S. U. S. og Kjartan
Gunnarsson formaður Heimdallar, aust-
ur að Skálholti skömmu eftir áramótin,
þar sem þeir ræddu um störf og stefnu
Sjálfstæðisflokksins í Lýðháskólanum
í Skálholti.
Pessi mynd er af núverandi stjórn Varðar FUS og varastjórn. Á myndinni eru
í fremri röð f. v.: Erlingur Óskarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Björn Jósef
Arnviðarson, formaður; Bjarni Árnason cg Helgi Barðarson. í aftari röð f. v.
eru: Svavar Jónsson, Páll Svavarsson, Torfi Sævarsson, Steindór G. Steindórs-
son og Jón Oddgeir Guðmundsson.
DEMYC gekkst nýlega fyrir ráðstefnu í Róm á Ítalíu, þar sem rætt var um það
gap, sem mörgum þykir vera á milli Norður- og Suður-Evrópu, bæði í efnahags-
legu og stjórnmálalegu tilliti. Fulltrúi S. U. S. á ráðstefnunni var Anders Hansen.
Myndin er af þeim Anders og Per Arne Arvidsson frá Svíþjóð, formanni N. U. U.,
á Péturstorginu í Róm.
Mjög mikil gróska hefur verið í starf-
semi Stjórnmáiaskóla Sjálfstæðis-
flokksins í vetur. Haldnir hafa verið
kvöld- og helgarskólar í Reykjavík og
úti á landi, auk þess sem heilsdags-
skóli var að venju haldinn í Reykjavík
í haust. Nýtur skólinn sívaxandi vin-
sælda, og í skólann sem nú starfar,
komust færri að en vildu, og er þegar
byrjað að skipuleggja skólahald næsta
vetur. Formaður skólanefndar er Vil-
hjálmur P. Vilhjálmsson.
47