Stefnir - 01.02.1979, Side 54

Stefnir - 01.02.1979, Side 54
byggjast á heift og hatri ekki heldur. Slíkar aðferðir eru réttnefnd ofsókn- arblaðamennska. Hennar hefur gætt hér á landi bæði fyrr á tímum og eins á síðustu árum. Ágætur krati hefur sjálfur krýnt sig sæmdarheit- inu rannsóknarblaðamaður. En blaða- mennska hans byggir ekki á sérþekk- ingu eða vönduðum vinnubrögðum. Hún hvílir á grunni fordóma og skrums. Slíkir menn mega ekki undir neinum kringumstæðum verða fyrir- mynd, þeir eiga að vera sýnishorn. Sýnishorn um það sem ber að varast. Framtíðarsýn. Um framtíð fjölmiðlanna, þá eink- anlega dagblaðanna, er erfitt að spá. Þó má gera ráð fyrir áframhaldandi tækniþróun þeirra, aukinni sjálf- virkni prentsmiðjanna og tölvuvæð- ingu ritstjórnarskrifstofanna. Sums- staðar erlendar er tæknin þegar kom- in á það stig að blaðamenn hamra fréttir sínar beint í tölvu sem leið- réttir textann sjálf og setur. Gera má ráð fyrir því að framleiðslukostn- aður eigi eftir að lækka og ekki væri óskynsamlegt ef fjármagnið sem þannig sparast yrði nýtt til að bæta efni blaðanna, því vélvæðingin mun seint bæta sjálft efnið. Þar verða gerðar auknar kröfur á öllum frétta- stofum um nákvæmni og hlutlausa frásögn. Ekki er ósennilegt að blöð- in svari samkeppni við ríkisfjölmiðl- ana með áherslu á rannsóknarblaða- mennsku. í heild mun blaðamennsk- an því þróast í átt til aukinnar sér- hæfni blaðamanna. Þessarar þróunar er þegar farið að gæta á blöðunum þó sumum virð- ist þau fyrstu spor nokkuð reikul. Ég held þó að þrátt fyrir andstöðu margra stjórnmálamanna, sem vilja ríghalda í gömlu flokksblöðin sín, verði blöðin að einangra flokkslega hlýðni sína við leiðarann í þjóðfélagi framtíðarinnar. Vilji þau á annað borð komast af og ná til stærri hóps en sauðtrygga flokksþræla. „Innræting". Ekki fyrir alllöngu tóku að vakna grunsemdir um að stjórnmálaáróður væri rekinn í skólum ríkisins. Þetta var nefnt „innræting“. Það er ekki fyllilega réttlætanlegt. Betra er að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Innræting getur átt fullan rétt á sér í skólum en stjórnmálaáróður engan. Það er til dæmis sjálfsagt að inn- ræta nemendum hreinlæti og aðra hollustuhætti, kurteisi og heilbrigð lífsviðhorf byggð á kristinni trú og siðfræði. Þeir, sem ekki vilja láta börn sín vera í kennslustundum í kristnum fræðum, eiga fullan rétt á, að láta þau forðast þær. Það eru mannréttindi hverra foreldra að fá að ala börn sín upp sjálf og hafa mótandi áhrif á þau. Hér er engan veginn verið að hvetja til barnaupp- eldis án kristinnar trúar, fjarri fer því. Slíkt er andstætt skoðunum höf- undar þessarar greinar. Innræting getur verið jákvæð, en hún getur einnig verið neikvæð. Það væri t. d. neikvætt ef skólar innrættu nem- endum sínum sóðaskap, leti, hirðu- leysi og ómennsku. Stjórnmálaáróð- ur í skólum væri neikvæð innræting. Það er að sjálfsögðu óhugsandi, að skólar irmræti nemendum sínum þá lesti, sem hér voru nefndir, en stjórnmáiaáróður er þó hugsanlegur við vissar aðstæður og verður vikið að þeim síðar. Innræting er því tæp- ast nothæft hugtak yfir stjórnmála- áróður í skólum. Það er nauðsyn að vera á varð- bergi gegn þeirri gífurlegu hættu, sem fælist í því, að kommúnískur áróður færi fram í skólanum svo nokkru næmi. Þessa hættu hafa aðrar þjóðar gert sér ljósa. Sá er 54

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.