Stefnir - 01.02.1979, Síða 57

Stefnir - 01.02.1979, Síða 57
að rótfestast í einhverju götnlu og borgaralegu. Svo munar engan um að draga á eftir sér þrjátíu binda lexikon með myndum, ef svo skyldi vilja til að Móna Lísa glotti framan í hann í Louvre-safninu einhvern- tíma á lífsleiðinni, eða ef vera skyldi að einhver spyrði hann einhvers, sem flestir vita. Að vita er slæmt, en verra er ad vera fróður. Próf eru litin hornauga, þau gætu mælt þekkingu og það sem verra er: Einn nemandi gæti verið hærri en annar. í einstaklings- lausu mergðarþjóðfélagi „hinna vinn- andi stétta“ má enginn vera öðrum fremri eða sýna neina yfirburði nema orðum skreyttir valdhafarnir. Einnig gætu próf komið upp um lélegar kennsluaðferðir. Þess vegna verður að breyta prófarkafyrirkomulagi um leið og kennsluaðferðum. Kalla þau „námsmat“ byggt á ýmsum bók- stöfum, orðum, geðþótta kennarans, ýmsum umsögnum eða slumpureikn- ingi. Það má líka úthluta nemendum einkunnum, öðrum en þeirra eigin, t. d. með „meðalkúrfu“. Nemendum sjálfum koma þessar nýju kennsluaðferðir að engu gagni, því gömlu kennsluaðferðirnar eru einfaldlega betri. Rannsóknir, sem fóru fram á gildi gamalla og nýtízku kennsluaðferða, sem voru frjálsar og óformlegar, án skyldu og kvaða, þar sem allt „átti“, að bera svipmót á- huga og leikja, leiddu í ljós, að þeir nemendur sem námu eftir gamalli kennsluaðferð, sýndu ekki aðeins yfirburða kunnáttu í námsgreinum, heldur voru þeir einnig frjálsari, glaðari og ekki síður gæddir sköpun- argáfu (creative). Aðeins örfáir af hundraði þeirra drengja, sem nutu hjálparkennslu, virtust hafa betra af óformlegri kennslu. Rannsóknir þess. ar voru gerðar af Lancaster Univer- sity í Englandi og því marktækar. Það er alkunna, að mikill pólitísk- ur áróður fer fram í dönskum skól- um, þangað sækja íslendingar mjög skólahugmyndir sínar. Meðal þeirra sem kvarta er Erhard Jacobsen. Hann segir: ,,Fólki er farið að blöskra hvernig tímanum er sóað og hvernig kennslan er gerð að innantómu blaðri í stað þess að nem- endur fái þá undirstöðumenntun, sem þeir þurfa á að halda. Við þurf- um að snúa þróuninni í skólamálum við.“ Til aðstoðar og ráðgjafar í danska skólakerfinu munu vera milli 500 og 600 sálfræðingar, auk félagsfræð- inganna, aðstoðarfólksins og skrif- stofu fólksins. Frá Bretlandi skrifar Jón Ormur Halldórsson í Vísi: „Breskir grunn- skólar hafa orðið fyrir mikilli gagn- rýni að undanförnu í fjölmiðlum vegna meints fjárausturs þeirra, lé- legs árangurs nemenda og ekki hvað síst vegna þeirrar pólitísku innræt- ingar, sem margir telja að troðið sé upp á óharðnaða unglinga í skólum landsins. í skólunum er mörgum hverjum kennt að fyrirlíta konung- dæmið, aga, vestrænt lýðræði og jafnvel kristna trú, en heima fyrir er kennt, að þessir hlutir séu nánast heilagir. I ýmsum skólum tekur kennsla í leikrænni tjáningu meira rúm en kennslan í reikningi og fleiri fögum, sem af mörgum eru talin til undirstöðu“. Alþjóðakommúnisminn hefur fyrir löngu komið auga á svo- nefnd „alþýðuleikhús“, en það eru leikhópar, sem hægt er að senda á vinnustaði og í skóla með áróður. Hin leikræna tjáning, fettir og brett- ir, svipbrigðafræði, dramikk eða mí- mikk, menn geta nefnt það eftir be- hag, hefur það markmið, að búa börnin undir störf í alþýðuleikhús- um. Jón Ormur segir ennfremur: „Nemendur munu gjarna setja á svið leikrit, samin af kennurunum. Hið dæmigerða leikrit af þessu tagi mun vera um atvinnurekendur og aðra meiriháttar glæpamenn sem þjóna illri lund sinni með því að hrekkja og kúga alþýðuna sem rís upp og sigrast á kúgurum sínum í enda leiks- ins.“ Agaleysi veður hvarvetna uppi í skólum, þegar svo nemendur hverfa á brott úr þeim óagaðir, með ótamda skapgerð, yfirfærist agaleys- ið á þjóðfélagið og til verða þrýsti- hópar. Um agaleysið segir Jón Ormur: „Einkarekin atvinnumiðlun hefur skýrt frá því, að stór hluti ung- menna, sem nýkomnir eru á vinnu- markaðinn séu nánast ekki hæfir til neinna starfa vegna skorts á lestrar- kunnáttu og einfaldrar reiknings- kunnáttu, auk þess sem fyrirlitning þeirra á stundvísi geri þá að lélegum vinnukrafti.“ Er eitthvað að? Þrátt fyrir, að sendimenn úr menntamálaráðuneyti, endasendast um landið til að kynna og reka áróður fyrir þessu grunnskólakerfi, sem er að ganga sér til húðar í öðrum löndum og þrátt fyrir áróð- ursfundi á vegum kennarasamtaka, boðuðum með flennistórum auglýs- ingum, sem haldnir eru á fínustu hótelum landsins. Þar sem gáfaðir fræðingar keppast við að upplýsa kennaraháskóla- og námskeiðsmennt- aðan pupulinn um ágæta reynslu skólanýjunganna í nágrannalöndun- um, hefur vaknað efi um ágæti þessa stórbrotna grunnskólakerfis. Lestrar- kunnáttu hefur stórhrakað, enda kröfurnar minni. Nú sitja nemendur á flunkufínum bókasöfnum með harðviðarinnréttingum og sérmennt- uðum bókasafnsfræðingum og stauta sig þegjandi fram úr torráðnu móður- málinu, eða illskiljanlegri dönskunni og enskunni. Reikningskennsla er í molum. Menntaskólar kvarta um lé- legan undirbúning nemenda og há- skóladeildir sömuleiðis, þó ekki þær sem mennta fræðingana í skólabákn- ið. Þær virðast gera minni kröfur. Menn hafa velt því fyrir sér hvort stúdentar með lágar einkunnir leiti fyrst og fremst í hin svonefndu „kjaftafög“ í háskólanum og komi svo aftur inn í skólana sem einhvers- konar ráðgjafar skólakerfisins og hafi þannig mótandi áhrif á kerfið og starf skólanna, en hinir stúdent- arnir með hærri einkunnirnar leiti í aðrar háskóladeildir og komi aldrei til með að hafa nein áhrif á skóla og skólakerfi. Um þetta skal ekkert fullyrt, en vert er það íhugunar. I grein eftir Jóhannes Helga í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum segir: „Eftir að hafa horft á sýni- kennslu í Kennaraháskólanum og hlustað á drjúgan hluta erindasyrp- unnar um námskenningar ýmisskon- ar, er ég mest hissa á, að ég og mínir jafnaldrar skuli vera læsir. Kannski var það lán í óláni, að við urðum ekki aðnjótandi þessarar yfirgrips- miklu námstækni. Hve mörg skyldu þau gengin vera og hve mannmörg hér og í nágrannalöndunum, sem eru 57

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.