Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 10
8
B L I K
kenndu margir, að þarna væri
hinn rétti maður kominn til þess
að hafa með í ráðum. En fjarri
fór því, að Pestalozzi fengi
hæfilega aðstöðu til þess að
sýna, hvað hann megnaði.
Það var eftir frönsku stjórn-
arbyltinguna, að nýir straumar
frelsis og umbóta bárust til
Svisslands sem flestra landa
Evrópu. Svisslendingar hugðu á
miklar þjóðfélagsumbætur. Þá
býður Pestalozzi ríkisstjórninni
þjónustu sína og er gerður
skólameistari í borginni Stanz.
Þar höfðu staðið bardagar
vegna þess, að íbúarnir vildu
ekki beygja sig undir hina nýju
stjórnarskipan. Samastaður
Pestalozzis varð yfirgefið
klaustur. Þarna var fjöldi mun-
aðarlausra barna ,sem hvergi
áttu höfði sínu að að halla. Það
var ærið verkefni, að gera kjör
þessara vesalinga bærileg, hvað
þá góð. Pestalozzi átti að vera
allt í senn. Hann átti að sjá fyrir
hinum líkamlegu nauðþurftum
þeirra, ala þau upp og fræða.
Verkefnið var risavaxið. Sjálfur
sagði Pestalozzi um það: „Sá,
er haft hefði opin augun, mundi
ekki hafa látið sér til hugar
koma að ráðast í slíkt. Til allrar
hamingju var ég blindur.“
Hann lagði nótt við dag og
mundi hafa gengið fram af sér,
ef ytri öfl hefðu ekki tekið í
taumana. Vegna styrjaldarinn-
ar varð hann að yfirgefa Stanz
og senda börnin burtu út í ó-
vissuna.
Það er ekki ætlunin að segja
hér ævisögu þessa mikilmennis
í sögu alþýðufræðslunnar. En
vonandi geta þessi fáu orð gert
það að verkum, að einhverjir
vakni til skilnings á því, hversu
margir hafa unnið óeigingjarnt
starf í þágu fræðslumálanna,
áður en sá árangur náðist, sem
speglast í skipulagi nútíma þjóð-
félaga, hvað þessi mál snertir.
Skólarnir vekja enn í dag deil-
ur eins og mörg dæmi sanna.
Með skólaskyldunni fylgir það,
að fræðslan er veitt ókeypis.
Jafnrétti ríkra sem fátækra er
viðurkennt. Allir hafa mögu-
leika á því að afla börnum sínum
einhverrar menntunar. Hinir fá-
tækari þurfa þó frekar á vinnu-
krafti barna sinna að halda, er
þau stálpast. Og margir leggja
á sig miklar fórnir með því að
láta börnin sækja skóla, þegar
næg vinna er í boði fyrir þau.
Það heyrist því oft sagt, að nær
væri að láta börnin vinna heldur
en að vera við nám, sem þau
aldrei hafi gagn af. Þetta er eðli-
legt æfkvæmi efnishyggjunnar,
sem ræður ríkjum í hugum
flestra íslendinga á síðustu tím-
um sem og margra annarra
þjóða. Róm var ekki reist á ein-
um degi. Og meinsemdir þjóð-
félaganna verða ekki læknaðar