Blik - 01.04.1955, Síða 30
28
B L I K
þóttuit nmmáa
Frá liðnu sumri
Snemma í sumar fór ég ásamt
systur minni til Þýzkalands. Við
hlökkuðum mikið til að fara,
þótt við kynnum ekki stakt orð í
þýzku.
Daginn áður en við fórum til
Reykjavíkur, vorum við önnum
kafnar við að pakka niður og
undirbúa allt til fararinnar, og
við vorum svo ákafar, að okkur
fannst tíminn aldrei ætla að líða.
En loksins rann þó upp 18. júní,
brottfarardagurlnn frá Eyjum.
Skipið, sem við fórum með,
átti að leggja af stað 19. júní, en
ferðinni var frestað í nokkra
daga. Og þessvegna lögðum við
ekki af stað fyrr en 22. júní.
Fyrst sigldum við til Akureyr-
ar og stönzuðum þar í einn dag,
en lögðum síðan af stað til út-
landa.
Eftir fjögurra daga siglingu
komum við til Newcastle í Eng-
landi.
Newcastle er stór kolaborg,
þessvegna er allt saman svart af
kolareyk.
Okkur kom margt einkenni-
lega fyrir sjónir. Fólkið t. d. er
öðruvísi hérna en heima, finnst
okkur að minnsta kosti. Svo sá-
um við járnbrautir og ýmisskon-
ar farartæki, sem við höfðum
aldrei séð áður. Við dvöldum
einn og hálfan dag í þessari
stóru kolaborg, en héldum síðan
áfram til Hamborgar.
Eftir eins og hálfs dags sigl-
ingu komum við til Hamborgar.
Það var skemmtilegt að sigla
upp ána Saxelfi, útsýnið fallegt,
tré til beggja handa og veðrið
dásamlegt.
Þegar við áttum eftir svo sem
hálfs tíma siglingu til Hamborg-
ar, voru þjóðsöngvarnir, sá ís-
lenzki og sá þýzki, spilaðir.
Klukkan níu að morgni lögð-
umst við að bryggju í Hamborg.
Veðrið var fallegt og við fullar
eftirvæntingar og glaðar yfir að
vera komnar til Þýzkalands. Um
fimmleytið sama dag komu afi
og amma og sóttu okkur.