Blik - 01.04.1955, Side 31

Blik - 01.04.1955, Side 31
B L I K 29 Samt gátum við ekki lagt strax af stað til Bremerhaven, en þar dvöldumst við yfir sumarið. Fyrst þurftum við að fara á ein- hverja tolLstofu. Þar var skoðað í töskurnar okkar. Síðan gátum við haldið áfram. Það var dá- samlega gaman að aka eftir veg- inum frá Hamborg til Bremer- haven, og sjá alltaf við og við glytta í kvöldsólina inn á milli trjánna. Þó að þarna væri dásamlega fallegt, stór tré, slétt tún og engi, vantaði samt mikið á náttúrufegurðina. Það voru eng- in f jöll, heldur endalaust slétt- lendi eins langt og augað eygði. Brátt hvarf sólin og rökkva tók. Þegar við vorum komin á áfangastaðinn um tíuleytið, var komið kolniðamyrkur. Daginn eftir var gott veður og fórum við strax út til að skoða okkur um. Við fórum á hjólum, en auðvitað gátum við ekki farið einar til að byrja með, því að við kunnum engar um- ferðarreglur og rötuðum ekkert um bæinn. I fyrstunni gekk okkur mjög illa að skilja fólkið, og var það oft mjög óþægilegt, en samt í aðra röndina skemmtilegt. Þá gat maður talað sem maður vildi, án þess að nokkur skildi mann. Þegar við vorum farnar að rata svolítið, fórum við oft í verzlanir fyrir ömmu okkar, en urðum þá að fara með miða, sem á stóð, hvað við áttum að kaupa. Þó við færum smátt og smátt að skilja svolítið í málinu, þurft- um við samt alltaf að fara með miða í verzlanirnar, og oft olli það dálitlum misskilningi, hve illa okkur tókst að skilja heim- ilisfólkið. En samt gátum við vel bjargað okkur. Svo liðu dagarnir hver öðr- um líkir. Við hjóluðum, fórum í cirkus, dýragarð og Tivoli, svo fórum við einnig í ferðalag, og skemmtum okkur vel á alla lund. Loksins leið að þeim degi, er við áttum að fara heim. Við fór- um með skipi frá Hamborg, sigldum til Belgíu og Hollands, og stönzuðum 2 daga í hvoru landi. Okkur leizt betur á Hol- land en Belgíu. Síðan var haldið til Hull. Þar úði og grúði af skipum frá öll- um heimsálfum. I Hull var dvalizt í 2 daga, og síðan haldið út á Norðursjóinn, ólgandi og óhugnanlegan, en samt fann ég ekki til sjóveiki, fyrr en við komum út í Atlants- hafið, enda var þar hræðilegt ó- veður. Við lágum mest allan tímann veikar. Eftir fjögurra daga siglingu komum við til Vestmannaeyja, og þótti okkur ákaflega gott að vera aftur komnar heim til Eyja. Þó að mjög skemmtilegt væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.