Blik - 01.04.1955, Qupperneq 31
B L I K
29
Samt gátum við ekki lagt
strax af stað til Bremerhaven, en
þar dvöldumst við yfir sumarið.
Fyrst þurftum við að fara á ein-
hverja tolLstofu. Þar var skoðað
í töskurnar okkar. Síðan gátum
við haldið áfram. Það var dá-
samlega gaman að aka eftir veg-
inum frá Hamborg til Bremer-
haven, og sjá alltaf við og við
glytta í kvöldsólina inn á milli
trjánna.
Þó að þarna væri dásamlega
fallegt, stór tré, slétt tún og
engi, vantaði samt mikið á
náttúrufegurðina. Það voru eng-
in f jöll, heldur endalaust slétt-
lendi eins langt og augað eygði.
Brátt hvarf sólin og rökkva
tók. Þegar við vorum komin
á áfangastaðinn um tíuleytið,
var komið kolniðamyrkur.
Daginn eftir var gott veður
og fórum við strax út til að
skoða okkur um. Við fórum á
hjólum, en auðvitað gátum við
ekki farið einar til að byrja með,
því að við kunnum engar um-
ferðarreglur og rötuðum ekkert
um bæinn.
I fyrstunni gekk okkur mjög
illa að skilja fólkið, og var það
oft mjög óþægilegt, en samt í
aðra röndina skemmtilegt. Þá
gat maður talað sem maður
vildi, án þess að nokkur skildi
mann. Þegar við vorum farnar
að rata svolítið, fórum við oft
í verzlanir fyrir ömmu okkar, en
urðum þá að fara með miða, sem
á stóð, hvað við áttum að kaupa.
Þó við færum smátt og smátt
að skilja svolítið í málinu, þurft-
um við samt alltaf að fara með
miða í verzlanirnar, og oft olli
það dálitlum misskilningi, hve
illa okkur tókst að skilja heim-
ilisfólkið. En samt gátum við
vel bjargað okkur.
Svo liðu dagarnir hver öðr-
um líkir. Við hjóluðum, fórum í
cirkus, dýragarð og Tivoli, svo
fórum við einnig í ferðalag, og
skemmtum okkur vel á alla lund.
Loksins leið að þeim degi, er
við áttum að fara heim. Við fór-
um með skipi frá Hamborg,
sigldum til Belgíu og Hollands,
og stönzuðum 2 daga í hvoru
landi. Okkur leizt betur á Hol-
land en Belgíu.
Síðan var haldið til Hull. Þar
úði og grúði af skipum frá öll-
um heimsálfum.
I Hull var dvalizt í 2 daga, og
síðan haldið út á Norðursjóinn,
ólgandi og óhugnanlegan, en
samt fann ég ekki til sjóveiki,
fyrr en við komum út í Atlants-
hafið, enda var þar hræðilegt ó-
veður. Við lágum mest allan
tímann veikar.
Eftir fjögurra daga siglingu
komum við til Vestmannaeyja,
og þótti okkur ákaflega gott að
vera aftur komnar heim til Eyja.
Þó að mjög skemmtilegt væri