Blik - 01.04.1955, Qupperneq 35
B L I K
33
kvæmt honum, en við misstum
af gamaninu fyrir vikið.
Svo man ég þá ekki fleira
sögulegt í þessum róðri.
Við drógum það, sem eftir
var lóðarinnar, og héldum í land.
Það er gaman að vera á sjó í
góðu veðri. — Við brunuðum
meðfram björgunum og fram
með Róðrarstapa, sem stendur
skammt frá landi.
Skarfarnir, sem sátu á stap-
anum, teygðu úr hálsinum og
horfðu forvitnislega yfir til okk-
ar, þar sem við brunuðum á-
fram knúðir 5 hestafla Skandía-
vél. Þegar við komum fyrir
Svartanes, sem er nyrzti tang-
inn á Digranesi, þar sem vitinn
stendur, bar sólina yfir Hágang.
Við fórum framhjá Skálafjöru,
Byrðingasundi og Byrþjófi yfir
Steintúnsvíkina. Á henni er
sker, sem heitir Serkur.
Á Steintúni var fólk að ham-
ast í heyskap. Þvínæst fórum
við framhjá Litlutá og Rauðu-
björgum og lögðum svo upp í
Sæluvík, þar sem við höfðum
uppsátur.
Ingólfur Hansen
1. b. verknáms.
r
A sjónum
Við erum staddir á Selvogs-
bankamiðum um borð í einum af
Vestmannaeyjabátunum. Það er
verið að draga línuna, og allt
hefur gengið vel.
Menn eru glaðir, og spaugs-
yrðin fjúka.
Skipshöfnin er 5 menn.
Skipstjórinn, sem heitir
Haukur, stendur í stýrishúsinu
og andæfir. Einnig ber honum
að reyna að ná með krókstjaka
í fisk þann, sem hrekkur af lín-
unni og flýtur aftur með bátn-
um.
Á öllum bátum hefur skip-
stjórinn gælunafnið „Kallinn",
jafnvel þótt hann sé yngsti mað-
ur á skipinu.
Vélstjórinn heitir Kjartan.
Hann segir sig danskan í 3. ætt-
lið. Þess vegna er hann oft kall-
aður Bauni. Hann stendur við
rúlluna og ber í.
Stýrimaðurinn, sem heitir
Friðrik, stendur við spilið og
dregur.
Matsveinninn heitir Sigfús.
Hann stendur í miðri fiskkös-
inni og blóðgar. Hinn óbreytti
háseti heitir Gylfi. Hann dregur
færið. — Hann er mjög hugsandi
maður.
Hér hefir þá verið sögð deili á
skipshöfninni í stórum dráttum.
Hérna kemur hluti af samtal-
inu:
Friðrik: Reyndu nú einu sinni
að vera fljótur að bera í, Bauna-
slóði.
Kjartan: O, haltu þér saman,
félagi sæll, hér gildir engin