Blik - 01.04.1955, Síða 40
38
B L I K
Bekkurinn minn
Bekkurinn minn er fámenn-
asti bekkur skólans, eða 14 nem-
endur. Þessir 14 nemendur ætla
sér að reyna við landsprófið í
vor. Það er vonandi, að það
blessist. Landsprófsdeild kvað
eiga að vera fyrirmyndarbekkur
skólans, en mjög er vafasamt að
svo sé.
1 fremstu víglínu situr Ólafur,
hinn mikli stærðfræðingur. Ólaf-
ur er lágur vexti og grann-
ur. Hann er mikið fyrir ærsl og
ólæti, sem tíu ára væri. Bak við
Ólaf sitja tveir merkir menn,
Sigfús, sonur héraðslæknisins,
og Kristján, sonur lögreglu-
stjóra og bæjarfógeta Vest-
mannaeyja. Báðir eru þessir
menn mátulega í holdum og góð-
ir námsmenn. Þá koma þeir
Haukur og Kjartan, öldungar og
gluggastjórar, þ. e. þeir opna
glugga stofunnar á morgnana,
og eru þeir vel til þess starfs
fallnir, þar eð báðir eru mjög
skankalangir. Til vinstri handar
Kjartani sitja þrjár fríðar og
skrafhreyfnar yngismeyjar að
nafni Kristín, Þórunn og
Unnur. Samvinna þessara
kvað vera mjög mikil, enda eru
þær allar miklum námshæfileik-
um gæddar, eins og Bryndís og
Valgerður, sem fyrir framan
þær sitja og mér til hægri hand-
ar. Fremstir í þessum flokki
eru þrír ágætir piltar. Já, ágætir
sagði ég. Og þeir eru það líka.
Við, sem að baki þeim sitjum,
erum alltaf öðru hvoru hrædd-
ar um að hausinn á þeim Gylfa
og Friðriki detti af þeim þá og
þegar.
Þetta er þá mannfólkið, hið
fagra og gáfum gædda, í bekkn-
um mínum, landsprófsdeildinni í
Gagnfræðaskóla Vestmanna-
eyja árið 1954-—1955.
Ein í Landsprófsdeild.
Við prjónana
Sólin var að ganga til viðar
og varpaði róslitum bjarma inn
um litla gluggann, svo að fátæk-
lega stofan fékk á sig æfintýra-
legan blæ. Það er eins og ilmur
liðinna tíma liggi í loftinu. Ekk-
ert rýfur kyrrðina nema tifið í
gömlu Borgundarhólmsklukk-
unni og marrið í ruggustól
gömlu konunnar, sem situr og
prjónar í ákafa. Hún horfir
dreymandi augnaráði blöndnu
söknuði út yfir hina tilbreyt-
ingarlausu húsabreiðu borgar-
innar. I huga gömlu konunnar
bregður fyrir svipmyndum lið-
inna æskuára, þegar hún var lít-
il og átti heima á litlum bæ
lengst inn til dala. Foreldrar
hennar voru fátækir, en samt
leið henni yndislega. Allir voru