Blik - 01.04.1955, Side 41

Blik - 01.04.1955, Side 41
B L I K 39 vinir hennar, blómin, flugurnar og kálfurinn, já og jafnvel stóra hrikalega fjallið, sem gnæfði hátt á móti henni, er hún kom út á hlaðið. Yfir allar hennar bernskuminningar slær gullnum æfintýraljóma. Hún sér það fyrir sér, þegar hún amma hennar sat á rúmi sínu og prjónaði og söng fyrir hana um hina fræknu riddara og hinar fögru meyjar, er þeir námu á brott. Amma hennar var svo góð og falleg og svo tignarleg með hinar silfurgráu hærur sín- ar. Og hin ástríka móðir hennar, hún, sem var bezt allra í heim- inum, þreyttist aldrei á að segja henni frá því, sem var gott og fagurt, og hvernig mennirnir ættu að breyta, til þess að þeir yrðu guði þóknanlegir. Hún mundi, hve hrygg hún varð, er Ásgeir bróðir hennar kom inn með egg, sem hann hafði tekið frá litlu fuglunum. Hún varð ekki reið og hirti hann ekki eins og sumar fávísar mæður hefðu gert. Hún skýrði honum aðeins frá því með mildum orðum, að þetta ætti enginn að gera vegna þess, að ósk guðs væri sú, að enginn níddist á smælingjunum. Á kvöldin, er hún fór að sofa, settist mamma hennar hjá henni raulaði fyrir hana hugljúf ljóð um Jesú, sem kom í heiminn til að frelsa hina aumu menn frá syndum þeirra. Og hún kenndi henni að signa sig og biðja, sem hún svo hafði kennt börnum sínum og barnabörnum. Sólin var hnigin til viðar og húm haustkvöldsins færðist yfir borg og byggð. Skerandi ástar- söngur, sem bar vott um von- leysi, kvað við frá högna einum, er sat á húsmæni þar í grennd, vakti gömlu konuna upp af hugarórum sínum. Hún stóð upp og gekk frá prjónadóti sínu í saumakörfunni, gekk síðan út og lokaði á eftir sér hurð her- bergisins og minninganna. Þórunn Gunnarsdóttir. Landsprófsdeild. Brúsi Við krakkarnir kölluðum hann alltaf Brúsa. Hann hlaut nafnið vegna þess, að hann hafði aðsetur sitt í vatnsbólinu, þar sem við kældum mjölkina. Hann var bæði stór og feitur silungur, með grátt bak og með rauðum doppum. Við krakkarnir tímd- um ekki að veiða hann, en í stað þess tíndum við maðka, flugur og annað góðgæti, sem við hent- um í vatnsbólið, og kemur hann þá jafnvel upp að bakkanum til þess að taka ætið. Þótti okkur þetta hin mesta skemmtun. Við vildum ekki segja fullorðna fólk- inu frá Brúsa vegna þess, að við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.