Blik - 01.04.1955, Síða 50
48
B L I K
Hátignar frjóland fríða.
friðsæla Vanadís,
með skrúðgræna brekku blíða,
blómanna Paradís.
Hún glóir í glitvefsklæðum
og gullhlað um enni ber,
í kvöldroðans kynjaglæðum
hún kallar mig að sér.
í Bjarnarey gista og böl af sér hrista
um bjartan sumardag,
eykur yndishag,
auðugt vængja slag,
útsýni fegra og allt glæsilegra
ég aldrei fann um kring,
fegri fjallahring,
fyllri algleyming.
Ástsöngur hljómar með yndi og
ómar
frá eyjunnar fuglakór.
blóm dansa á hillum, bekkjum og
syllum
brumar svo undir sjór.
Lognsærinn glitrar, í litbránni titrar
hver tindur Eyja-lands.
Heillar huga manns
Heimaeyjar glans.
Ef þú, lesandi góður, ert einn
þeirra, er finnur til innilokunar,
saknar víðf eðmi og stærðar meg-
inlandsins, en smæð eyjanna
okkar fyllir þig söknuði og
þorsta eftir fegurð, glæsileik og
töfrum, þá staldraðu við, og við
skulum láta hugann reika stund-
arkorn í heimahögum okkar.
Við skulum halda til hafs.
Sem farkost kjósum við okkur
lítinn trillubát. Þegar við höfum
fengið vilyrði fyrir farkostinum,
þá tökum við til við að útvega
nauðsynjar til ferðarinnar. Við
höfum ákveðið að dveljast viku-
tíma í öðrum syðsta útverði Is-
lands. Áform okkar er að ráðast
til uppgöngu í Súlnasker.
Þó að slíkri ferð sem þessari
svipi ekki til ferðar Johns Hunt
á Evrest, þá þurfum við þó að
taka til höndunum við útbúnað-
inn. Margt þarf að hafa með.
Ekkert má gleymast. Við tínum
það til allt frá því smæsta til
hins stærsta. Matarföng öll, eld-
unaráhöld, tjald og viðleguút-
búnað, bönd, vatnsbirgðir, því
að vatn fyrirfinnst ekki í fyrir-
heitna landinu, háfa og vara-
hluti, sem slíkum veiðitækjum
fylgja. Nú fyrst verður okkur
fyllilega ljóst, hve mikill farang-
ur okkar verður.
Þegar öllu hefur verið safnað
saman, þá bindum við þetta allt
í hæfileg samhengi, sem viðráð-
anleg eru tveim mönnum til upp-
dráttar.
Eftir að hafa hlotið beztu
óskir um fararheill, leysum við
landfestar og siglum út gegn-
um hið töfrandi hlið að gullkistu
Eyjanna.