Blik - 01.04.1955, Page 54

Blik - 01.04.1955, Page 54
52 B L I K berginu fyrir neðan okkur virð- ist litli báturinn okkar geysast fram. Nú verður okkur ljóst, að hér er ekki aðeins um hvelfingu að ræða, heldur geysimikinn helli ,enda sjáum við eftir frek- ari yfirvegun grilla í Ijós gegn- um vesturhlið hvelfingarinnar. Hér er þá hellir, sem opinn er, að minnsta kosti til austurs, suð- urs og vesturs. Yfir aðalhvelf- ingunni er skínandi fagur sum- arhiminn, er færir birtu í þetta náttúruundur á alla vegu, nema að norðan. Nú er ekki tími til frekari hugleiðinga. Báturinn vaggar undurmilt fyrir neðan okkur. Við göngum frá gömlum og slitnum bjargstokk, sem liggur hér við brúnina. Hann sannfær- ir okkur um, að við erum á rétt- um stað, einmitt á þeim stað, er veiðimenn hafa áratugum sam- an gefið niður afla sinn. Við er- um „á Helli“. Hin granna lína okkar rennur lipurlega eftir hjóli stokksins. Brátt er kallað neðan frá bátn- um. Röddin, sem berst að eyrum okkar, er hljómmikil í endurómun sinni frá ótal kór- um og hvelfingum hellanna. Uppdrátturinn gengur að ósk- um, enda þótt við ættum fullt í fangi með að ná upp hinum stóra sjötíu lítra vatnsbrúsa. Síðasta byrðin rennur í bjarg- stokkinn. Glaðvær andlit félaga okkar kinka til okkar. Höfuðfötin blakta í höndum þeirra í kveðju- skyni. Ómar af vélaskellum tifa og fjarlægjast. Báturinn hverf- ur inn í klettinn til vesturs. Vél- arhljóð menningarinnar hljóðn- ar, víkur fyrir töfrandi söng tugþúsunda fugla. Við erum nú syðstu íbúar Islands. Tjaldstaðurinn er valinn og við hef jumst handa um að koma tjaldinu upp og ganga frá vist- unum. Að þessu loknu er gott að geta gripið til hitunartækjanna, og að andartaki liðnu hressum við okkur á ilmandi kaffisopa. Með bollana í höndum virðum við fyrir okkur umhverfið. Hér er- um við ekki einir. Umhverfis okkur á alla vegu vagga sér og hneigja íbúar eyjarinnar. Fyrir austan okkur er tölu- vert súlnabæli. Þetta ,,þorp“ er að vísu ekki stórt miðað við ,,höfuð-þorpið“ uppi á háeynni, en byggðin er engu að síður þétt. Okkur telst svo til, að hér muni vera um áttatíu til hundrað hreiður. Aldnir en þó sérlega tígulegir foreldrar kjassa unga sína. Stoltir feður glenna sundur gogga sína og unginn stingur sterklegu nefi sínu í föðurkok og sækir þangað fæðu sína. Á okkar vísu er þetta ekki sem viðfeldnast borðhald, en í ríki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.