Blik - 01.04.1955, Blaðsíða 88
86
B L I K
Hann var sá nízkasti maður,
sem hún hafði kynnzt. Þó hafði
hún lag á því að herja út úr
honum peninga fyrir nýjum
hatti. Hún blés sig alla út og
hótaði honum því, að hún skyldi
undir eins fara heim til foreldra
sinna og koma aldrei aftur til
hans, ef hún fengi ekki pening-
ana.
Hann varð fljótur til, er hann
heyrði þessa úrslitakosti. Hann
tók upp veskið og rétti henni
seðlabunka.
„Hér eru ferðapeningarnir
heim til foreldranna“, sagði
hann.
© ★ ©
Frúin var á leiðinni niður
Skólaveginn í mikilli hálku. Ekki
gekk hún þó niður Skólaveginn,
og ekki hljóp hún heldur. Hún
fór ekki í bifreið. Ekki var hún
heldur á bifhjóli. Hún var ekki
ríðandi, hvorki hesti, nauti né
annarri skepnu. Ekki var hún
borin eða dregin, leidd né studd.
Ekki fór hún heldur niður Skóla-
veginn á reiðhjóli, þríhjóli eða
hlaupahjóli, ekki á sleða, vagni,
skíðum eða skautum.
Hún fór ekki niður Skólaveg-
inn á neinu farartæki á hjólum,
meiðum, vængjum, hófum eða
klaufum.
Hún rann á óæðri endanum
niður Skólaveginn.
© ★ ©
© ★ ©
Konan hans hafði alið þríbura.
Hann var mjög hreykinn af
þessu, þótt honum í aðra rönd-
ina þætti nóg um. Hann afréð
að síma til blaðsins og segja tíð-
indln, svo að allir fengju að vita
um þennan óvenju atburð.
Símasambandið var slæmt, svo
að blaðamaðurinn heyrði illa til
hins hreykna föður þríburanna.
Blaðamaðurinn hrópaði: „Viltu
endurtaka þetta ?“
„Nei, aldrei að eilífu“, hróp-
aði faðirinn afdráttarlaust.
© ★ ©
Hann var mjög gefinn fyrir
happdrætti. Aldrei var svo efnt
til happdrættis, að hann keypti
ekki marga miða.
Hann átti miða í happdrætti
Háskólans, vöruhappdrætti S. í.
B. S., hvíldarheimilis sjómanna,
happdrætti Tímans og Þjóðvilj-
ans o. fl. happdrættum. Hann
var stálheppinn og hlaut oft
stóra vinninga. En eitt happ-
drætti forðaðist hann eins og
heitann eldinn.
Hjónabandið.
© ★ ©
Það var vorkalt. Sífelldir
norðannæðingar og frost á
hverri nóttu, svo að engin gróð-
urnál kom upp. Bóndinn átti
ekki orðið hey handa kúnum, og