Blik - 01.06.1969, Page 8
Jarþrúður Johnsen.
unn Oddsdóttir fluttust fyrst að
Kirkjubæ í Eyjum, þar sem þau fengu
nokkrar grasnytjar næstu 2 árin.
Árið 1872, 29. apríl, var Árna
Þórarinssyni byggð önnur Oddstaða-
jörðin í Eyjum frá næstu fardögum
(1872). Hafði hann þá haft hálfa
jörðina til ábúðar s.l. ár á móti sjálf-
um umboðsmanninum (Þorsteini
Jónssyni, héraðslækni, seitum sýslu-
manni). Árið 1871 flutti Jón bóndi
Bjarnason af jörð þessari sökum van-
beilsu.
Anna Sigríður, dóttir hjónanna,
Árna og Steinunnar, var snemma
gjörvilegur kvenkostur. Hálfþrítug að
aldri varð hún heitmey Jóhanns J.
Johnsen á Vilborgarstöðum, sonar
Guðfinnu Jónsdóttur Austmann, hús-
freyju þar (sjá Blik 1967), og Jó-
hanns Jörgen Johnsen, verzlunar-
stjóra í Danska-Garði.
Þau Jóhann J. Johnsen og Anna
Sigríður Árnadóttir hófu búskap
sinn árið 1880 í gamla Frydendal.
(Sjá 17. bls.)
Sigfús Maríus Johnsen fæddist í
Frydendal í Vestmannaeyjum 28.
marz 1886. Hann ólst upp hjá móð-
ur sinni á hinu fjölmenna heimili og
atorkusama í Frydendal, en dreng-
urinn var aðeins 7 ára, er faðir hans
féll frá Þá áttu þau hjón 4 sonu og
var frúin í Frydendal vanfær að 5.
barninu, er hún varð ekkja. Elzti son-
ur þeirra var Gísli Jóhannsson John-
sen, þá aðeins 11 ára. Hún fæddi
yngsta soninn 13. október um haust-
ið. Það lagðist þannig á herðar
móðurinnar, ekkjunnar, að sjá
bræðrunum farborða og koma þeim
til manns. Sigríður Árnadóttir var
umhyggjusöm og hlý móðir og stjórn-
söm húsmóðir, sem kostaði kapps um
að ala drengina sína upp í guðsótta
og góðum siðum, eins og það er orð-
að, manna þá svo sem bezt mátti
verða á þeim tímum, enda var þessi
móðir betur upplýst en almennt gerð-
ist þá, alin upp við skaftfellska
bændamenningu.
Snemma ætlaði hún Sigfúsi syni
sínum langskólanám, því að snemma
beygðist hjá honum krókurinn til
bóklesturs og fræðslu. Tuttugu og
eins árs að aldri lauk hann stúdents-
prófi við Latínuskólann í Reykjavík.
Það var vorið 1907. ASeins tvö ár
6
BLIK