Blik - 01.06.1969, Side 12
ekki svara kostnaði lengur „að púla
upp á kúgras“.
Bæjarfógetinn nýi mætti þessum
breyttu viðhorfum með nokkrum ugg.
Jarðræktin var eitt af hinum brenn-
andi áhugamálum hans, af því að
hún horfði til heilla almenningi, var
honum öryggi, ef á bjátaði um at-
vinnu og afkomu. Hvert „sár“ á
Heimaey var bæjarfógeta þyrnir í
augum. Helzt skyldu þau öll grædd
með tölu. Fyrst og fremst skyldi allt
hið auðræktaða land ræktað til fulls.
— En hér var orðið við raman reip
að draga. Með vaxandi tekjum af út-
gerð og fiskiðnaði breyttist allt við-
horf til ræktunar og landbúnaðar-
framleiðslu í kaupstaðnum. Þannig
dökknaði í álinn og myrktist útlitið
um það ár frá ári, að hinn áhugasami
bæjarfógeti og umboðsmaður Vest-
mannaeyjajarða um alla ræktun í
Eyjum fengi eflt þá hugsjón sína, að
sem allra flestir óræktarblettir á
Heimaey breyttust í tún og matjurta-
garða.
Bæjarfógetinn gerði sér mjög far
um að hvetja bændur í Eyjum til
þess að sitja vel jarðirnar, nota land-
ið til hins ítrasta og svo ínytjar allar
í Uteyjum eftir mætti og mannafla.
Þannig skyldi kosta kapps um að tvö
grös næðu að vaxa, þar sem áður óx
eitt. Nokkuð varð honum ágengt um
þessi hugðarmál sín, en ekki eins og
hugurinn stóð til sökum breyttra við-
horfa í atvinnumálum samfara gjör-
breytingu í hugarfari og hugsun
gagnvart fyrri tómstundaiðju á
kreppuárunum, ef þannig mætti kom-
ast að orði um ræktunar- og fram-
leiðslustörfin þar á þeim erfiðleika-
tímum.
Sigfúsi M. Johnsen hefur um æv-
ina verið það unun að miðla öðrum
af margþættri þekkingu sinni. Sanna
það bækur hans og útgáfustörf. Einn-
ig var hann kennari við kunna skóla
í Reykjavík um margra ára skeið,
hafði þau störf að auki við embætt-
isstörfin. Bæði kenndi hann við
Verzlunarskóla Islands og svo Iðn-
skólann tímakennslu árum saman.
Samkvæmt eigin ósk fékk Sigfús
M. Johnsen lausn frá bæjarfógeta-
embættinu í Vestmannaeyjum 1949.
Hafði hann þá gengt því embætti í 9
ár. Síðan hefur hann ekki gegnt föstu
embætti, heldur hefur hann síðustu
20 árin helgað sig fræðistörfum
næstum einvörðungu. Hann var með
afbrigðum skyldurækinn embættis-
maður, réttsýnn og velviljaður, og
því var jafnan við brugðið í Eyjum,
hve alúðlegur og alþýðlegur hann var
við hinn óbreytta borgara eða „minni
bróðurinn“, laus við allan embættis-
hroka og sj álfbirgingshátt. Og embætti
sínu hér skilaði hann af sér með mikl-
um sóma, svo að hann hlaut lof fyrir
hjá þeim ráðandi mönnum í ráðu-
neytunum, sem hann hafði starfað
fyrir eða höfðu íhlutun í starfi hans.
Ég gat þess í upphafi máls míns,
að Sigfús M. Johnsen mundi ágætur
talinn þá tímar líða fyrir afrek sín
á sviði fræðimennsku og söguritunar,
— já, ágætastur talinn á því sviði.
Þegar fyrnist yfir hans langa og
vammalausa embættisferil, mun nafn
10
BLIK