Blik - 01.06.1969, Side 14
Sigfús M. Johnsen. Hún heitir Uppi
er Breki, svipmyndir úr Eyjum. Efni
þessarar bókar fjallar um líf og störf
Eyjafólks fyrir og um síðustu alda-
mótin, er aldahvörf í atvinnulífi þess
var í vændum. Efni hennar er þannig
sannsögulegt, þótt hún sé sögð skáld-
saga.
Ég rakti í stórum dráttum hér að
framan náms- og embættisferil Sig-
fúsar M. Johnsen. Segja má með
sanni um hann eins og flesta okkar
fyrri lögfræðinga og embættismenn,
að hann sé dansk-menntaður, lærður
í dönskum háskóla.
Nú mun staðreyndin sú, að við ís-
lendingar höfum yfirleitt ekki sótt
fyrirmyndir að ýmiskonar löggjöf
okkar til annarra þjóða fremur en til
Dana. Þetta er ofur skiljanlegt með
tilliti til sögu og skyldleika þjóðanna.
Fyrr og síðar hafa íslenzkir dansk-
menntaðir lögfræðingar jafnan reynzt
hinir snjöllustu dómarar og lögjafn-
aðarmenn. Svo er um Sigfús M. John-
sen. Undirréttardómar hans stóðust
vel fyrir æðri dómstóli, hæstarétti,
þegar á reyndi. Obrigðul lögfræðileg
þekking, heilbrigt brjóstvit, ómenguð
réttlætistilfinning og meðfædd sam-
vizkusemi voru hyrningarsteinar
þeirra dóma, voru grundvallaratriðin.
Skýrslur hæstaréttardóma frá þeim
árum, er hann var hér bæjarfógeti,
dómari í deilum manna, bera alls
þessa glöggt og órækt vitni. Hógværð
hans og lagni í dómarasæti var alveg
sérstök. Orð var á því haft,hversu
honum tókst oft giftusamlega að
sætta ofstopamenni og koma þeim
um leið til nokkurs þroska í illindum
þeirra og deilum. Þess vegna voru
ekki alveg út í loftið eða tilefnislaust
kveðnar vísurnar, sem Brynjólfur
hagyrðingur Einarsson sendi bæj-
arfógetanum, er hann var sextugur.
Þær eru svona:
„Aður, þegar ofsamenn
öttu kappi á þingum, —
eins og virðist verða enn
vart hjá Islendingum, —
þurfti lagna lagamenn
að leita sátta á þingum,
þeirra líka þykja enn
þörf hjá íslendingum."
Hinn 12. júní 1915 kvæntist Sigfús
M. Johnsen sinni ágætu konu, sínum
góða dreng, eins og komizt er að
orði um húsfreyjuna á Bergþórshvoli.
Frú Jarþrúður Johnsen er dóttir
séra Péturs Jónssonar fyrrum prests
á Kálfafellsstað, og fyrr prestur á
Hálsi í Fnjóskadal, þar sem frú Jar-
þrúður fæddist 3. júní 1890. Séra
Pétur var sonur Jóns háyfirdómara
Péturssonar, þekkts manns í sögu
þjóðarinnar frá s.l. öld.
Kona séra Péturs Jónssonar og
móðir frú Jarþrúðar Johnsen var
Helga húsfreyja Skúladóttir bónda á
Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði
Kristjánssonar hónda þar Arngríms-
sonar.
Kona Kristjáns bónda Arngríms-
sonar var Helga Skúladóttir prests í
Múla Tómassonar. Kona hans var
Þórvör Sigfúsdóttir prófasts Jónsson-
ar í Höfða í Höfðahverfi. Móðir frú
Þórvarar og kona séra Sigfúsar var
Guðrún Ketilsdóttir systir hins sögu-
12
BLIK