Blik - 01.06.1969, Page 17
fimm hundruð þúsundir króna -—■
og skal andvirði þetta greiðast með
jöfnum afborgunum á 10 árum.
Fyrsta greiðsla skal fram fara 1.
marz 1967, og sé sá dagur síðan
greiðsludagur hvert ár, þar til and-
virðið er að fullu greitt.
4. Af skuld þessari á hverjum tíma
skal greiða 3%, þrjá af hundraði, í
vexti á sarna degi og afborganirnar,
þ. e. 1. marz. Vextir af söluverði
þessu reiknast frá 1. júií 1966.
5. Af kaupverði þessu skulu 40%,
— 40 af hundraði —, leggjast í sér-
stakan sjóð ásamt vöxtum af þeim
hluta andvirðisins, sem til sjóðsins
rennur. Sá sjóður skal vera eign
listasafns Vestmannaeyj akaupstaðar
og notast því til viðgangs og efl-
ingar eftir sérstökum reglum, sem
bæjarstjórn Vestmannaeyja setur
honum. Nafn sjóðsins skal vera Gull-
brúðkaupssjóður hjónanna Sigfúsar
M. Johnsen og frú Jarþrúðar John-
sen og heita því nafni.
6. Verði gengisfelling á íslenzku
krónunni á tímabili því, sem and-
virði málverkasafns þessa skal greið-
ast, skal kaupverð þessa málverka-
safns hækka í samræmi við lækkun
íslenzka gjaldmiðilsins.
7. Eignaréttur á þessum umsamda
málverka- eða myndasafni færist yf-
ir til kaupanda með samningsgjörð
þessari, en safnið skal geymast og
varðveitast í heimili seljenda, meðan
þeim báðum endist aldur, en afhend-
ast kaupanda þegar að þeim látn-
um.
8. Rísi mál út af samningi þessum,
skal það rekið fyrir bæjarþingi Vest-
mannaeyja.
Vestmannaeyjum, 18. jan. 1967
Sigfús M. Johnsen
°g
Jarþrúður Johnsen
seljendur.
V estmannaeyjakaupstað ur
Magnús H. Magnússon, bœjarstjóri
kaupandi.
Vitundarvottar:
Elín S. Guðmundsdóttir
Þorsteinn Þ. Víglundsson
Lesir þú, lesari minn góður, kaup-
samning þennan ofan í kjölinn,
kemstu að þeirri niðurstöðu, að mál-
verkin eru svo að segja gefin Vest-
mannaeyingum, gefin bænum þeirra.
Menn, nákunnugir sölu slíkra lista-
verka á opinberum uppboðum höfðu
verðlagt listasafn þetta á eina millj-
ón til tólf hundruð þúsundir króna.
Það er að nafninu til selt Vestmanna-
eyjakaupstað fyrir hálfvirði og tæp-
lega það.
Af andvirði þeirra skulu 40%
leggjast í sérstakan sjóð, sem heitir
Gullbrúðkaupssjóður hjónanna Sig-
fúsar M. Johnsen og frú Jarþrúðar
Johnsen. Honum skal varið til lista-
verkakaupa og vera eign kaupstað-
arins. Hlutverk hans túlkar betur en
annað hug hjónanna og menningar-
hugsjón bæjarfélaginu til heiðurs o
Vestmannaeyingum til sóma o
menningar.
Fjórum árum áður en séra Sigur-
jón Þ. Árnason, sóknarprestur að Of-
anleiti, fluttist burt úr Eyjum, beitti
BLIK
15
bD bD