Blik - 01.06.1969, Page 18
hann sér fyrir stofnun sérstaks fé-
lagsskapar, sem hafa skyldi það að
marki fyrst og fremst að hlynna að
Landakirkju og eigum hennar. Mark-
miðið var göfugt og gott svo sem
vænta mátti af honum. Það munu
allir bera, sem kynntust prestinum
bezt. Þetta félag hlaut nafnið Kven-
félag Landakirkju, enda skipa það
konur einvörðungu. Það var stofnað
16. des. 1941. Fyrsti formaður þess
var kosin frú Jarþrúður Johnsen og
ritari frú Þórunn Kolbeins, prests-
frú. Fyrsta verkefni félags þessa und-
ir forustu fógetafrúarinnar var að
safna fé, því að það er máttur þess,
sem gera skal. Efnt var til hlutaveltna
í bænum og basara ár eftir ár. Við
áramótin 1944/1945 átti Kvenfélag
Landakirkju 26 þúsundir króna í
sérstökum framkvæmdasjóði. Mikið
verkefni lá fyrir. Prýða skyldi um-
hverfi sóknarkirkjunnar svo sem bezt
mátti verða. A þeim árum og um
langan aldur stóð Landakirkja á
auðn, þar sem engin ræktun átti sér
stað umhverfis hana. Girðingin, sem
gerð var umhverfis hana, eftir að
lokið var byggingu hennar 1778, var
fyrir langa-löngu horfin. LFndir for-
ustu frú Jarþrúðar Johnsen og hinna
mætu kvenna annarra, sem með
henni störfuðu hér að þessum menn-
ingarframkvæmdum, var nú hafizt
handa um að steypa girðingu um-
hverfis lóð kirkjunnar. Síðan lét
Kvenfélag Landakirkju rækta alla lóð-
ina og prýða hana blómum.
Hinn 8. marz 1946 lá fyrir fundi
Kvenfélagsins bréf frá byggingar-
nefnd kaupstaðarins, þar sem hún
leggur blessun sína yfir þessar
væntanlegu framkvæmdir Kvenfélags-
ins. Olafur A. Kristj ánsson frá Heið-
arbrún, þáverandi bæjarstjóri í kaup-
staðnum, teiknaði girðinguna eða
garðinn umhverfis lóðina og skipu-
lagði hana alla, réði gerð stallsins
í henni að vestanverðu og staðsetn-
ingu myndastyttunnar um leið. Allt
eru þetta hans verk gjörð í samráði
við formann félagsins og stjórn þess.
Þessu mikla verki var hvergi nærri
lokið, þegar frú Jarþrúður Johnsen
lét af formennskustarfi í Kvenfélagi
Landakirkju. Þá tók við formennsk-
unni frú Lára Ólafsdóttir Kolbeins,
prestsfrú að Ofanleiti. Það hefur ver-
ið Landakirkju mikið happ og söfn-
uðinum í heild, að prestsfrúrnar í
Eyjum hver af annarri hafa verið
hlutverki sínu vaxnar í formanns-
sæti Kvenfélagsins. Nú skipar for-
mannssætið frú Júlía Matthíasdóttir,
prestsfrú.
Hér í Vestmannaeyjum eignuðust
bæjarfógetahjónin marga vini, karla
og konur, árin sem þau dvöldust hér.
Hafa margir þeirra haldið tryggð við
þau síðan.
Liðið er á starfsdaginn. Við öll
færum þessum mætu hjónum og vel-
gerðarfólki kaupstaðarins alúðar-
kveðjur og heillaóskir og innilegt
þakklæti. Við viljum muna þau 12.
júní n. k. Þá geta þau minnzt þess,
að þau hafa lifað saman í sínu far-
sæla hjónabandi 54 ár, öðrum jafnt
og sjálfum sér til farsældar, til heilla
og hamingju. Heill sé þeim.
16
BLIK