Blik - 01.06.1969, Page 20
þessa, að Oddgeir heitinn Kristjáns-
son, hlj ómsveitarstj óri, fær að gjöf
danska blaðið, sem birti fyrst þessa
mynd. Það er Illustreret Tidende,
dagsett 16. marz 1879, 106. tbl. Þar
birtist með myndinni löng grein um
„Handelspladsen paa Heimaey blandt
Vestmanöerne“. Teikninguna gjörði
Carl Baagöe, og greinina skrifaði
Carl Andersen. Efni hennar hefur
annars ekkert sérstakt sögulegt gildi.
Fyrst ræðir höfundur um legu Eyj-
anna og íbúafjölda, sem ekki nær
600, segir hann. Síðan ræðir hann
um verzlunarhætti og verzlunarferðir
bænda og búaliða úr Rangárvalla-
og Skaftafellssýslu til Vestmanna-
eyja. Þá drepur hann á ýmsa kunna
atburði úr sögu Eyjanna, svo sem
hina fornu sögn um Ingólf Arnarson
og Hjörleif fóstbróður hans og þræl-
ana, sem drápu húsbónda sinn og
hina frjálsu húskarla hans, og flýðu
síðan með konur á báti Hjörleifs til
eyjanna suður af ströndinni. Þá seg-
ir höfundur söguna um lindina í
Herjólfsdal og sölu Herjólfs á vatni
til Eyjafólks, hjartagæzku heimasæt-
unnar í Herjólfsdal, Vilborgar, og
hvernig hrafninn bjargaði henni frá
bráðum dauða undir skriðunni til
þess að launa henni margan matar-
bitann, sem honum og bræðrum hans
hafði áskotnazt úr hendi hinnar
hjartahlýju bóndadóttur. Þeirra
manngæða naut einnig Eyjafólk í
ríkum mæli.
Þá ræðir höfundur um Helgafell,
gíginn þar og útsýnið af því til jökl-
anna í norðri og norðaustri. Síðast
segir hann frá Tyrkjaráninu, og
byggir þá frásögn sína á Árbókum
Jóns Espolíns.
Langa húsið á miðri myndinni er
Frydendal eða Vertshúsið, eins og
það var kallað síðar, — eftir 1850.
Hér var það, sem danska frúin Ane
Johanne Ericksen gerðist veitinga-
kona. Hún var fyrst gift Morten Er-
icksen skipstjóra. Þau hófu búskap
í Frydendal 1839. Ericksen drukkn-
aði í hákarlalegu 1847. Eftir dauða
manns síns stundaði frúin veitinga-
sölu í Frydendal. Eftir það var hús
þetta venjulega kallað Vertshúsið.
Síðar giftist frú Ericksen C. V.
Roed beyki. Eftir það festist við
hana nafnið Madame Roed, — þekkt
kona í sögu Vestmannaeyja fyrir
brautryðjandastarf í garðrækt og
svo kunn veitingakona í þorpinu.
Hún kenndi Eyjabúum m. a. að
rækta kartöflur.
Madama Roed lézt 23. nóvember
1878, 68 ára að aldri.
Eftir lát hennar keypti Jóhann
Jörgen Johnsen Frydendal.
Árið 1880 réðst Anna Sigríður
Árnadóttir heimasæta á Oddsstöðum
bústýra hans í Frydendal. Hún varð
ástmey hans og svo eiginkona.
1 Frydendal ráku hjónin veitinga-
sölu, útgerð og búskap, þar til Jó-
hann veitingamaður lézt vorið 1893.
Nokkru eftir 1880 reif Jóhann
Jörgen gamla Frydendal til grunna
og byggði stórt og vandað timbur-
hús á lóðinni. Viðinn í þá byggingu
18
BLIK