Blik - 01.06.1969, Page 24
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, BÓLSTAÐARHLÍÐ
Sumardvöl Doktors Helga Péturss
í Eyviudarliolti
SögusviS mitt er gamall sveitabær
og umhverfi hans. Hann stóð vestan
í einum af túnhólunum. Meðfram
bæjarhólnum rann lítill lækur. Út
frá túnfætinum breiddust eggjarnar,
að mestu leyti greiðfærar og sléttar.
A þessum tímum hótti það mikill
viðburður á afskekktum sveitahæ,
ef hámenntaður og víðkunnur vís-
indamaður settist að á heimilinu,
og mikil tilbreyting þótti það í fá-
breytni og hversdagsleika daganna.
Jafnvel smáatburðir, sem við á tím-
um hraðans og véltækninnar mund-
um ekki veita athygli, festust í huga
fólksins, urðu síðan að umtalsefni
og að lokum greipt í minni þess.
Það bar við árið 1903. Þá höfðu
foreldrar mínir búið tvö ár í Eyvind-
arholti undir Eyjafjöllum. Þetta var
í júlímánuði og komið að túna-
slætti.
Einn daginn sást til mannaferða
austan yfir Markarfljót. Þetta voru
tveir ferðamenn, sem ráku með sér
klyfjahesta. Eftir stuttan tíma voru
þeir komnir heim á bæjarhlaðið og
höfðu þar tal af foreldrum mínum.
Grannvaxni, fölleiti maðurinn var
Doktor Helgi Pétursson, en leiðsögu-
maður hans var Ögmundur Sigurðs-
son, síðar þjóðkunnur maður sem
ágætur skólastjóri við Flensborgar-
skólann í Hafnarfirði.
Dr. Helgi Pétursson kvaðst ætla
að hefja jöklarannsóknir við Eyja-
fjallajökul, en vegna allra staðhátta
hentaði sér vel að dveljast hér í ná-
munda við jökulinn. Hann hað því
um dvalarstað heima fyrir þá félaga,
meðan hann starfaði að rannsóknum
sínum.
Faðir minn sagði sem var, að
heimilisfólkið væri margt, þar af 8
börn á aldrinum frá eins árs til þrett-
án ára. Það væri því miklum erfið-
leikum bundið fyrir húsfreyjuna að
taka á móti tveim dvalargestum um
þetta leyti árs, þar sem hún væri ein
með heimilisstörfin um sláttinn.
Að svo mæltu bað faðir minn
fylgdarmanninn að taka farangurinn
af hestunum og bauð gestunum í bæ-
inn til að þiggja góðgjörðir.
Þá vék Doktor Helgi sér að fylgd-
armanni sínum og greindi honum
frá því, að hann tæki ekki koffortin
ofan af hestunum fyrr en úr því væri
skorið, hvort tekið yrði á móti þeim
til lengri dvalar eða ekki.
Síðan sagði hann við föður minn
fremur hvatskeytlega: „Ólafur, hefur
22
BLIK