Blik - 01.06.1969, Side 28
ert þú alltaf hlýleg og góð við móð-
ur þína og litlu börnin“, og um leið
og hann segir þetta, réttir hann henni
súkkulaðispakka, sem hann gefur
henni. Þetta kom henni mjög á ó-
vart, þar sem hann hafði ekki talað
við hana fyrr. Þetta var líka í eina
skiptið, sem hann ávarpaði hana að
fyrra bragði þann tíma, sem hann
var heima hjá okkur. Doktorinn setti
eins konar met, með því að tala aldrei
við Guðríði Andrésdóttur, sem var
ágæt stúlka og hjálpaði móður minni
annan daginn. Hann var alveg ó-
venjulega fáskiptinn maður, eins og
fylgdarmaður hans hafði sagt.
Fiskasteinninn var beint fyrir
framan stofugluggann, þar sem
Doktor Helgi sat síðari hluta dags-
ins og vann að verkefnum sínum.
Það var venja að berja harðfiskinn
á steininum rétt fyrir kvöldmatinn.
Oft var hann borinn á kvöldverðar-
borðið með öðru fleira. Eldri hræð-
ur mínir notuðu stóra, þunga sleggju
til að berja harðfiskinn með. Einu
sinni kom Doktorinn til þeirra og
segir: „Þetta er of þung sleggja fyr-
ir svona granna handleggi. Ég skal
berja fiskinn.“ Og það gerði hann
með mestu prýði, meðan hann spjall-
aði við þá og brýndi fyrir þeim að
vinna þetta starf með hægð til þess
að ofreyna ekki granna vöðva hand-
leggjanna.
Stöku sinnum bar það við, að
Doktorinn gekk afsíðis, svo að lítið
bar á, og horfði á leiki okkar krakk-
anna. Þessu veitti móðir mín at-
hygli og dró þá ályktun af, að í raun
26
og veru væri hann barngóður maður
undir þeirri skel, sem hann virtist
vilja hylja sig.
Ég á margar kærar minningar um
gamla bæinn. Hann hafði staðið
þarna vestan í hólnum í rúm 70 ár.
Það var eitthvað virðulegt við hann
ennþá. Hann fór svo mæta vel við
umhverfið þarna, sem hann stóð með
grænu þökin og mörgu burstaþilin.
Túnið umhverfis hann hafði verið
slegið fyrir nokkru. Taðan angaði
þar iðgræn og þurr og var hirt í
hlöðu síðari hluta dagsins. Það var
fyrsta hirðingin þetta sumarið.
Fólkið kom allt út á tún til vinnu
sinnar. Jafnvel móðir mín kom með
hrífu í hönd og rakaöi heyinu sam-
an. Hljótt var í bænum þessa stund-
ina. Aðeins gestirnir sátu einir í
stofunni.
Það var siður, þegar hirt var svona
nálægt bænum, að sækja ekki áburð-
arhestana til að leggja á þá reiðing
eða klyfbera, — þótti ekki taka því.
í næsta nágrenni við hlööuna var
böggunum velt að henni, annars voru
þeir axlaðir og bornir að baggagat-
inu. Þetta allt var dálítið seinlegt
verk fyrir karlmennina, og höfðu
þeir því ekki við að sæta heyiö úr
múgunum.
Faðir minn rótaði heyinu saman í
fyrirferðarmiklar hrúgur á hólnum.
Þar áttu yngstu börnin að fá að leika
sér, svo að þau yrðu ekki fyrir eða
tefðu fólkið. Ég var elzt í þeim
flokki, og það átti að heita svo, að ég
liti eftir yngstu systkinum mínum.
Allt umhverfi okkar iðaði af lífi og
BLIK