Blik - 01.06.1969, Page 29
starfi, og ekki hvað sízt á umráða-
svæði ungu kynslóðarinnar. Þá kom
Ogmundur Sigurðsson og spurði föð-
ur minn, hvort hann gæti ekki lánað
Doktor Helga og sér hrífur, því að
þeir héldust ekki lengur við einir í
bænum í þessu yndislega veðri og
glampandi sólskini. Þeir vildu hjálpa
til að sæta heyið og hjálpa til við
hirðinguna, þar sem múgarnir hrúg-
uðust upp á túninu.
Þegar Ogmundur hafði sett Dokt-
orinn inn í embættið og kennt honum
um leið helztu undirstöðuatriðin við
að raka og saxa í föng, byrjuðu þeir
að sæta. Bræður mínir rökuðu dreif-
ina og hirtu rökin eftir múgana. Ög-
mundur var vanur heyvinnunni frá
yngri árum sínum og var hún hon-
um því leikur einn. Hann gekk líka
rösklega að verki sínu. Doktor Helgi
lét heldur ekki sitt eftir liggja. Hann
saxaði heyið í föngin af mikilli
snerpu. Sáturnar hans voru öðruvísi
en hinar sáturnar á túninu. Því veitt-
um við eftirtekt. Þær voru hærri og
grennri. En þegar búið var að binda
þær í kirfilega bagga, tók enginn eft-
ir því.
Sumir sögðu, að Ögmundur Sig-
urðsson hefði sætt 11 sátur en Dokt-
orinn 10, og hann blaut viðurkenn-
ingu fólksins fyrir þessa frammi-
stöðu, þar sem hann var algjör byrj-
undi í þessu starfi.
Þegar lokið var við að sæta heyið
°g binda það, hélt Ögmundur áfram
rneð piltunum við að koma því í
hlöðuna og hlaða úr því. Doktor
Helgi settist norðan í bæjarhólinn
hjá föður mínum og sat þar langa
stund. Hann var þá alúðlegur og ræð-
inn að sögn föður míns, og fræddi
hann um ferðir sínar erlendis. Þegar
hann var einn á tali með föður mín-
um, var hann skemmtilegur og naut
þess að vera gefandinn eða veitand-
inn. Þá var faðir minn þiggjandinn.
Venjulega var síðdegiskaffið sent
á engjarnar um 6-leytið á daginn. Þá
naut fólkið þess að fá hlé frá vinn-
unnni. Móður minni þótti kaffið
bragðbetra, væri vatnið sótt ferskt
í lækinn, sem spratt upp meðfram
bæjarhólnum. Stutt var að sækja
vatnið, en upp á móti brekkunni,
þegar gengið var heim með það.
Þegar eldri börnin voru ekki við lát-
in, varð hún að sækja vatnið sjálf.
Þennan dag voru þau ekki heima.
Móðir mín tók vatnsgrindina og föt-
urnar, áður en hún setti kaffiketil-
inn yfir hlóðareldinn í eldhúsinu.
Þegar hún var að leggja af stað heim-
leiðis, kom Doktor Helgi til hennar
og sagði: „Þetta er þreytandi fyrir
þig, sem hefur svo mikið að gjöra.
Leyfðu mér að bera vatnið heim.“
Síðan tók hann vatnsgrindina og tré-
föturnar og bar þær heim fyrir móð-
ur mína. — Þannig var hann, þessi
þöguli og ómannblendni maður.
Upphaflega hafði bærinn verið
byggður af stórhug og með miklum
myndarbrag. Hann bar það með sér
ennþá, þó að tímans tönn hefði sett
mark sitt á hann.
Þannig háttaði til, að gengið var
inn dyraganginn að vestan verðu.
Hann var þiljaður innan með timbri
blik
27