Blik - 01.06.1969, Síða 30
í hólf og gólf. Úr honum var svo
gengið í báðar stofurnar. Til hægri
handar var hversdagsstofan, en til
vinstri handar svokölluð betri stofa,
þar sem Doktorinn hafði aðsetur.
Hún var máluð í ljósbláum lit. Þar
svaf Ogmundur Sigurðsson. Hann
var á þessum árum einn kunnasti
ferðamaður landsins. Þá hafði hann
m. a. ferðazt 14 sumur víðsvegar um
landið, aðstoðar- og leiðsögumaður
Þorvaldar Thoroddsen. Ögmundur
var kennari að menntun, hafði stund-
að kennaranám í Kaupmannahöfn og
síðar í Chicagó, en þekktastur varð
hann síðar og mikilsmetinn og vin-
sæll skólastjóri við Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði, eins og áður er
drepið á.
Ógmundur Sigurðsson var alþýð-
legur maður, og fór ekki hjá því, að
hann kynntist á allt annan hátt en
Doktor Helgi, enda var hann meira
heima við og umgekkst fólkið dag-
lega. Fyrsta verk Ögmundar á morgn-
ana var að huga að hestunum. Hag-
arnir voru í hólunum stuttan spöl
austur af bænum. Þar gengu þeir á-
samt öðrum búfénaði. Hann hafði
alltaf tvo þeirra í hafti í varúðar-
skyni, svo að þeir héldu betur sam-
an og strykj u ekki eitthvað út í busk-
ann. Þegar hann tók þá úr haftinu,
nuddaði hann varlega fótleggi þeirra,
þar sem hnappeldan hafði legið, svo
að þeir voru ekki eins aumir eða
stirðir á eftir. Síðan hefti hann hesta,
sem gengið höfðu lausir áður. Þetta
var dagleg venja hans hæði kvölds
og morgna. Ævinlega leitaði hann
að bezta blettinum í haganum og
flutti þá þangað. Hann var ágætur
hestamaður, það leyndi sér ekki.
Við systkinin fengum stundum að
vera honum samferða, þegar hann fór
að líta eftir þeim. Einn hestinn átti
hann sjálfur og hafði mikið dálæti
á honum, enda hugsaði hann líka
einstaklega vel um gæðinginn sinn.
Það var komið fram í ágústmánuð.
Túnaslætti var lokið og fólkið farið
að vinna á engjunum. Veðrið var yf-
irleitt ágætt, og Doktor Helgi hafði
ekki sýnt á sér fararsnið fram að
þessu.
Það er friðsælt og fagurt inni við
jöklana á löngum, björtum sumar-
dögum, og engu líkara en einhver
töframáttur seiði þá til sín, sem ó-
byggðunum unna.
Daginn, sem Doktor Helgi lagði af
stað í rannsóknarferð austur í Skafta-
fellssýslu, kom hann heim í býtið um
morguninn, en kvöldið áður vissi
enginn heima um þessa ferð hans.
Hann kvaðst hafa kunnað vel við
sig, og nú væri hann búinn að vera
lengur en hann hefði ætlað sér í
fyrstu. Þegar hann kvaddi, bað
hann þess að mega dvelja hjá okkur
svo sem vikutíma, þegar hann kæmi
aftur að austan.
En nú reyndust veðurguðirnir ekki
eins hliðhollir og áður. Veðrið var
hlýtt og bjart fyrstu dagana eftir
burtför þeirra ferðafélaganna, en svo
brá til hafáttar og dimmviðris.
Þeir komu aftur eftir rúman hálf-
an mánuð. Þá tjaldaði Doktor Helgi
á sama stað og áður í túninu. Um
28
BLIK