Blik - 01.06.1969, Page 32
ÞORSTEINN Þ. VIGLUNDSSON
Konan, sem vann kærleiksverkið milda
Haustið 1852 fluttu til Vestmanna-
eyja undan Eyjafjöllum tvö ástfang-
in hjú, Evlalia Nikulásdóttir, 31 árs,
og Jón Guðmundsson, 36 ára.
Evlalia var dóttir Nikulásar Ingj-
aldssonar bónda í Berjanesi og konu
hans, Helgu Jónsdóttur. Þau hjón
bjuggu um árabil í Berjanesi undir
Eyj afj öllum.
Eftir að Helga húsfreyja í Berja-
nesi missti mann sinn, líklega um
1844, gerðist Jón Guðmundsson
vinnumaður hjá henni og þeim
mæðgum, er hokruöu saman í Berja-
nesi eftir fráfall Nikulásar bónda. Þá
lærðu þau að elska hvort annað, Evla-
lia bóndadóttir og Jón vinnumaður.
Sex ár höfðu þessi hjú lifað í til-
hugalífinu, er þau fluttust til Vest-
mannaeyja, þá enn ógift.
I Eyjum settust þau að í tómthús-
inu Móhúsum, sem stóð á Móhúsa-
flöt suður af Kirkjubæjum, í suður-
jaðri túns Gríms bónda þar. Tómt-
hús þetta var lítil baðstofa með mold-
argólfi og svo eldhúskytra. Þá eru
upp taldar vistarverurnar þar.
A undan Evlaliu og Jóni bjuggu í
tómthúsi þessu hjónin Andrés Sig-
urðsson og Guðríður Höskuldsdóttir.
Þá hét tómthúsið Prunkinborg. Þau
skiptu um nafn á því nokkru áður en
þau seldu það og fluttu úr því.
1 gildum heimildum er Evlalia
Nikulásdóttir titluð bústýra Jóns
tómthúsmanns Guðmundssonar, hús-
bónda síns og hjáhvílu, því að vitan-
lega bjuggu þau saman þarna í Mó-
húsum í „hneykslanlegu samlífi“,
hann Jón og hún Evlalia. Það vissu
allir, líka sóknarpresturinn hann séra
Jón Austmann. En hvað var hægt að
gera? Skilja þau að með valdboði?
Vissulega, en séra Jón Austmann á
Ofanleiti kaus heldur að fara „hina
leiðina". Hún var honum geðþekk-
ari og tamari Hann talaði um fyrir
hjúunum. Og sjá, dropinnn holar
steininn. Orð og umræður og opin-
skáar hneyksliskenndir fólksins hola
um síðir sálarbergið, þótt stundum
taki það líka langan tíma.
Loks létu þau tilleiðast, ástarhjúin
í Móhúsum, og gengu í hjónaband.
Það var árið eftir flutninginn til
Eyja (1853). Séra Brynjólfur Jóns-
son gaf þau saman. Þá hafði hann
gegnt aðstoðarprestsembættinu í
Eyjum nokkra mánuði. Svaramaður
brúðgumans var nágranninn Sigurð-
ur hreppstjóri Torfason á Búastöð-
um, og svaramaður brúðarinnar var
30
BLIK