Blik - 01.06.1969, Síða 33
Magnús Austmann Jónsson, stúdent
og bóndi í Nýjabæ, fyrri eiginmað-
ur Kristínar húsfreyju Einarsdóttur
þar.
Við hjónavígsluna afréðu hin
rosknu brúðhjón með sér helminga-
félag að gildandi landslögum, en í
brúðarpart ánefndi brúðguminn
brúði sinni af öfluðu og óöfluðu
fé að skuldum frádregnum, eins og
þetta er orðað í kirkjulegum heim-
ildum.
Þessum hjónum í Móhúsum varð
ekki barna auðið.
Jón tómthúsmaður lézt 2.maí 1862.
Banamein hans var sullaveiki. Hið
kirkjulega hjónaband þeirra hafði
þá varað í 9 ár.
Næstu tvö árin eftir fráfall eigin-
mannsins bjó Evlalia Nikulásdóttir
einsetukona í Móhúsum að öðru leyti
en því, að hún hafði þar hjá sér
dreng, sem var 5 ára gamall 1862,
niðursetningur, Sverrir Jónsson að
nafni.
Árið 1864, eða tveim árum eftir
fráfall Jóns tómthúsmanns Guð-
rnundssonar, fluttist ekkillinn Gísli
Brynjólfsson til Vestmannaeyja úr
Rangárvallasýslu. Þar hafði hann
verið vinnumaður á ýmsum bæjum,
eftir að hann missti konu sína, og
haft með sér son sinn Þorstein. Gísli
Brynjólfsson settist að í Móhúsum
hjá Evlaliu ekkju þar, gerðist fyrir-
vinna hennar, og hafði hann Þor-
stein son sinn með sér á framfæri
sínu, þá 12 ára.
Svo liðu næstu 10 árin þarna í
Móhúsum í viðburðalitlu brauðstriti.
Hinn 13. marz 1874 fórust 6 menn
á sexæringnum Gauk frá Eyjum suð-
ur af Klettsnefinu norðan vert við
mynni ytri hafnarinnar í Eyjum.
Þessir menn drukknuðu þar: 1. Árni
Árnason, bóndi á Vilborgarstöðum,
30 ára að aldri, afi Árna heitins
Árnasonar símritara (Sjá blik 1963).
2. Erlendur Pétursson, vinnumaður í
Litlakoti í Eyjum, 22 ára. 3. Jón
Jónsson, húsmaður í Dölum, 35 ára,
faðir Unu skáldkonu. 4. Sigurður
Eyjólfsson, vinnupiltur á Steinsstöð-
um, 15 ára. 5. Stefán Austmann Jóns-
son, bóndi í Vanangri, 44 ára (Sjá
Blik 1961). 6. Gísli Brynjólfsson,
tómthúsmaður í Móhúsum, fyrir-
vinna Evlaliu Nikulásdóttur, hús-
freyju þar, og faðir Þorsteins Gísla-
sonar, sem þá var orðinn holdsveikur
og ekki þess megnugur, að vinna sér
inn daglegar nauðþurftir.
Gísli Brynjólfsson var 62 ára, er
hann drukknaði.
Eftir slysið deildi Evlalia Nikulás-
cjóttir í Móhúsum kjörum sínum með
hinu holdsveika ungmenni, sem eng-
an átti að nema hana. Enginn var þá
holdsveikraspítalinn á landinu og
enginn vildi óneyddur taka inn á
heimili sitt holdsveikan sjúkling.
Evlalia Nikulásdóttir ein fékkst til
þess að vinna hér kærleiksverkið
mikla, halda heimili fyrir holdsveika
ungmennið og láta hið sama yfir þau
bæði ganga.
Þau Evlalia ekkja í Móhúsum og
Þorsteinn holdsveiki, eins og hann
var jafna nefndur, drógu síðan fram
lífið um tvo tugi ára eftir Gauks-
blik
31