Blik - 01.06.1969, Side 34
slysiö og lifðu að miklu leyti á gjöf-
um hjartagóðs fólks í Eyjum, sem
sendi þeim matföng svo að segja af
borðum sínum daglega og aðrar
nauðþurftir eftir vilja og getu. Allir
Eyjabúar viðurkenndu í hjarta sínu
og opinskátt, að þessi kona gerði
miskunnarverkið mikla, kærleiks-
verkið ríka í þágu alls Eyjafólks með
því að fórna sér, fórna sjálfri sér,
kröftum sínum og lífi fyrir krossber-
ann Þorstein holdsveika, sem enginn
vildi hýsa, allir vildu vera lausir við
að hafa á heimili sínu.
Ofáir voru málsverðirnir, sem
þeim bárust frá nágrönnunum í Túni,
Jóni bónda Vigfússyni og börnum
hans, sem flest voru heima enn á
þeim árum, Þórunn, Jóhann, Vigfús
og Sigurlín. Þá var iðulega sendur
matur að Móhúsum frá hjónunum á
Vesturhúsum, Guðrúnu Erlendsdótt-
ur og Guðmundi Þórarinssyni, og svo
frá búendum á Kirkjubæjarbýlunum.
Rósa heitin Eyjólfsdóttir, húsfreyja
í Þorlaugargerði, sem var dóttir
Eyjólfs bónda á Kirkjubæ, sagði eitt
sinn frá því, er hún var send að Mó-
húsum með mat handa þeim Evlaliu
og Þorsteini. Svo varfærin voru þau
bæði gagnvart holdsveikinni, að litla
stúlkan fékk ekki að fara inn á heim-
ilið. Hún lét matinn af sér frammi við
dyr. Þar tóku þau við honum annað
hvort. Svo var stúlkan látin staldra
við meðan þess var beðið til guðs,
að hún fengi aldrei þessa hræðilegu
veiki, að guð vildi varðveita hana
frá þeim voða. Ekki síður bað hinn
holdsveiki maður þess en konan, sem
vann kærleiksverkið og annaðist
sj úklinginn.
Þegar fram liðu árin, var sá fasti
háttur á í Vestmannaeyjum, að hver
nýliði við sjósókn með færisstúfinn
sinn, færði Evlaliu Nikulásdóttur í
Móhúsum Maríufiskinn sinn. Það
þótti svo sjálfsagt, að fæstir brutu
þann sið. Sú trú hafði skapazt með
Eyjafólki, að fyrirbænir hennar og
þakkarorð, er hún lét í té gefendun-
um þeim, rættust þeim til hamingju
í sjómannsstarfi, festu þeim farsæld
og gæfu í þeirri mikilvægu lífsiðju.
Heit bænarorð hennar liðu mörgum
unglingnum, sem færðu henni Maríu-
fiskinn sinn, seint úr minni. Þau
urðu honum þannig til blessunar.
Þannig var þessu til dæmis varið með
Magnús Guðmundsson, formann á
Vesturhúsum.
Friðrik Guðmundsson í Batavíu
(f. 1888) segist minnast þess, að
hann á aldrinum 5—7 ára trítlaði
við hlið föður síns, Guðmundar Og-
mundssonar, austur að Móhúsum fyr-
ir hver jól á þessum árum, til þess að
færa gömlu konunni annað lærið af
„jólaánni“, sem Guðmundur í Bata-
vísu hafði að föstum sið að lóga rétt
fyrir jólin. Drengurinn litli hlakkaði
lengi til þeirrar ferðar. Þá gaf góða
konan honum sykurmóta og skon-
roksköku. Það þótti börnum í Eyjum
mikill fengur. Einhver góður og vel-
viljaður maður hafði þá jafnan
nokkru áður fært ekkjunni lögg á
pela, sem Guðmundur gefandi fékk
að bragða á sér til glaðnings og
þakklætisvotts. Enn er Friðriki í
32
BLIK