Blik - 01.06.1969, Page 36
EINAR SIGURFINNSSON
Tólf ára dvöl í Eyjum
Tólf ára dvöl mín í Vestmannaeyj-
um hefur til muna auðgað forða
minninganna. Þess vegna finnst mér
vert að festa á blað nokkuð af því
helzta, sem hugur minn geymir í
sambandi við þessa útverði suður-
strandar okkar kæra fósturlands og
veru mína þar.
Þegar í æsku vissi ég, að skammt
fyrir sunnan land voru eyjar. Þar
bjuggu menn, sem orð lék á að væru
góðir sjómenn og aflasælir. Þar voru
góð fiskimið umhverfis og þangað
fóru „til útvers“ menn, sem ég kann-
aðist við, og öfluðu sér þar fjár og
frama.
Svo kom þar sögu, að jafnaldrar
mínir einhverjir fóru „út í Eyjar“ til
sjóróðra og létu vel af. En mín leið
lá ekki þangað þeirra erinda, heldur
suður með sjó, — þær vertíðir, sem
ég þóttist vera sjómaður. Þar var líka
gott að vera.
Stundum á vorin fór ég með
strandferðaskipi frá Reykjavík til
Víkur. Þá voru Vestmannaeyjar við-
komustaður. Og alltaf blöstu þær við
augum manna alla landleiðina milli
Reynisfjalls og Hellisheiðar. Oft voru
þær að einhverju leyti hjúpaðar
þokuslæðu, en oftar þó sem gull-
typptar hamraborgir í síbreytilegum
hillingum, og þó í óhagganlegri varð-
stöðu.
Tímar liðu og nákomnir ættingjar
höfðu gerzt búsettir Eyjamenn. Ég
heimsótti þá yfir sundið. Svo var af-
ráðið að flytja búferlum í „útsker
það“ eftir 70 ára ævileið á sjálfu
Islandi.
Svo var það þá sólbjartan júnídag
1956, að vélbátur lætur úr Þorláks-
höfn. Innanborðs voru öldnu hjónin
frá ISu og farangur þeirra.
Formaður bátsins lét konunni í té
klefa sinn, svo að sem bezt færi um
hana í hennar fyrstu sjóferð.
Báturinn brunar frain lognkyrran
hafflötinn og brátt sjást rísa úr hafi
hnjúkar sæbrattir, sem hækka og
stækka, eftir því sem skrúfan knýr
farkostinn nær og nær. Þarna eru
Þrídrangar og Uteyjarnar margar.
Og um það leytiö, sem bærinn sést
yfir Eiðið, kemur konan fram í
stjórnklefann furðu hress.
Formaðurinn opnar dyrnar, svo að
betur sjáist til lands. — Strax varð
hún hrifin af því, sem fyrir augu
hennar bar, og sú hrifning varð ekki
endaslepp.
Síðdegissól stafaði geislum yfir
34
BLIK