Blik - 01.06.1969, Page 37
húsaþök og hnjúkana háu, svo að
allt varð ljóma vafið. — Skeiðin
skreið með jöfnum hraða örstutt frá
þverhníptu berginu, sem gnæfði him-
inhátt stjórnborðsmegin. Leiðin lá
um Faxasund, sem nú var spegilslétt.
Oteljandi grúi fugla sat í skorum, á
syllum og í skúturn bjargsins, en aðr-
ir svifu á þöndum vængjum við brún-
irnar.
Svo er beygt fyrir Yzta-Klett, og
þá gefur á að líta. Utsýn yfir Heima-
ey er undrafögur í augum innflytj-
endanna.
A bryggjunni eru bræðurnir Sig-
urfinnur og Guðmundur viðbúnir að
veita móttöku og flytja farangur á
ákvörðunarstað, — heirn að Heiðar-
túni. Rishæðina þar höfðum við tek-
ið á leigu, þó að hún væri ekki nærri
fullgerð. Svo hafði um samizt, að ég
gerði það, sem á vantaði, og mætti
sá kostnaður síðan húsaleigunni. Til
þessara framkvæmda þurfti mikla
vinnu og ýmiskonar efni. Tréverk
vann ég sjálfur, en Ólafur Stefánsson
vann fyrir mig að allri múrhúðun af
röskleika og kappi. Húsráðandann
Lúðvík Reimarsson reyndi ég alltaf
að drengskap og prúðmennsku.
Fámennur var kunningjahópurinn
fyrst um sinn.
Eina viku vann ég að viðgerð á
Höfðavegi, sem valmennið Guðmund-
ur í Heiðardal sá um. Undir stjórn
hans var gott að vinna.
Eitt kvöld símaði Sigurgeir Kristj-
ánsson til mín. Hann mæltist til þess,
að ég hjálpaði til að lagfæra lóð
Gagnfræðaskólabyggingarinnar, sem
Einar Sigarfinnsson.
þá var nærri fullgerð. Sigurgeir er
Árnesingur og var mér nokkuð
kunnugur að góðu einu. Ég féllst á
það. Þarna var talsvert verkefni, sem
var aðkallandi. Hafði skólastjóri
beðið Sigurgeir að byrja á því, en
sjálfur var hann ekki heima þessa
daga. Eg tók til verka með reku,
kvísl og haka, og Sigurgeir vann með
mér í frístundum frá skyldustörfum
sínum.
Þorstein Þ. Víglundsson skóla-
stjóra þekkti ég lítiö eitt. Hafði setið
með honum á Stórstúkuþingi í
Reykjavík. Fann ég þá, að þar fór
skapfestumaður, sem hélt vel á sínum
málstað. Hafði ég hug á að kynnast
þessum manni nánar, en bjóst þó
ekki við að svo yrði, því að „djúpir
eru Islands álar“, einnig sálarlega
séð, og torkannaðir stundum. En nú
huk
35