Blik - 01.06.1969, Side 38
er ég allt í einu orðinn Eyverji og
tekinn til verka á umráðasvæði þessa
manns.
Svo var það einn morgun, að mað-
ur nokkur kemur kvikur í hreyfing-
um, heilsar vingjarnlega og segir:
„Gott er að sj á hér mann að verki, —
mann, sem mun óhætt að treysta“.
Fleiri orð fóru á milli okkar, m. a.
um það, hvar við höfðum hitzt síð-
ast.
Og svo vann ég þarna við skóla-
bygginguna um sumarið, ýmist úti
eða inni eftir atvikum. Ég kynntist
Þorsteini skólastjóra þetta sumar,
dugnaði hans og kappi samfara
drenglund og orðheldni. Hreinskiln-
islega langar mig að segja það, að
ýmislegt hef ég lært af samvinnu og
samskiptum við þennan mann, og tel
það eitt af höppum mínum í lífinu að
mega telja hann meðal vina minna.
Það haustar. Finnur sonur minn
segir mér, að auglýst sé eftir sendi-
sveini á Símstöðinni, og hvort ég
vilji ekki sækja um það starf.
Samtalinu lauk með því, að við
fórum báðir á fund stöðvarstjórans,
Þórhalls Gunnlaugssonar. „Jú, það
vantar alltaf sendil“, segir hann. „Nú
hef ég dreng, sem getur aðeins verið
seinni hluta dagsins. Það mætti reyna
þetta. Kaupið er 14—1500 á mánuði.
— Við skulum koma og tala við hann
Árna.“
Og svo elti ég stöðvarstjórann nið-
ur á ritsímann. Þar sat Arni, sem ég
sá nú í fyrsta sinn, — við sín undra-
tæki.
„Hér er sendilsefni,“ segir Þórhall-
ur. „Ratar hann nokkuð um bæinn,
nýkominn hingað og alveg ókunnug-
ur?“ segir Árni. „Já, það er ég, en
mér datt í hug að reyna þetta,“ svara
ér. Árni: „Ekki lýst mér á, en reyna
má það. Komdu kl. 8 á morgun, og
sjáum þá til.“
Ekki grunaði mig þá, að þessi
maður yrði einn af mínum heztu
samverkamönnum og tryggðavinum,
sem ég seint gleymi.
Það var að morgni 9. sept. um
haustið, að ég mætti á Símstöðinni.
Árni sýndi mér lítinn klefa, þar sem
ég átti að hafa bækistöð rnína. Hann
sýndi mér, hvernig ég ætti að færa
kvittanabók, brjóta símskeyti o. fl.
Hann lagði mér þarna í sem stytztu
máli sagt lífsreglurnar í ljósu máli.
Það fór nú svo, að á þessum stað
var ég í stöðugu starfi í rúmlega 5 ár.
Og eftir að ég hætti þar föstu starfi,
hljóp ég einatt í skarð, ef með þurfti.
Starfið var fólgið í því að skrá-
setja öll símskeyti, sem stöðin tók á
móti, hvaðan og hvenær þau komu,
og skila þeim til viðtakanda svo fljótt
sem hægt var. Koma skyldi ég einnig
samtalskvaðningum til skila. Um þær
gilti sömu reglur. Svo voru það ýmis
smáerindi öðru hvoru fyrir starfs-
fólkið.
Nokkuð var þetta örðugt fyrst í
stað, einkum vegna þess, hve ókunn-
ugur ég var og þekkti fáa. Einatt varð
ég að spyrja: „Hvar er þetta hús? I
hvaða átt er það?“ En sjaldan stóð
á svari símastúlknanna, sem af vel-
vilja og áhuga reyndu að leiðbeina
mér eftir beztu getu. Sumar þeirra
36
BLIK