Blik - 01.06.1969, Page 39
virtust vita allt og geta greitt úr öllu.
— Já, saravinnunnar við þetta fólk,
hennar minnist ég alltaf með þökk
og af hlýjum huga.
Með aðstoð Arna Árnasonar, þessa
fjölfróða vitrings, gjörði ég riss af
götum bæjarins og afstöðu þeirra frá
Stöðinni, svo að það var ekki lengi
vandamál. En þessi fjöldi húsa, sem
heita og eru oft skráð alls konar nöfn-
um, — við þann vanda var lakara að
glíma, — vita, hvar þau voru öll. Þá
varð sá fáfróði að leita ráða hjá
þeim, sem betur vissu. Og helzta ráð-
ið var að eiga vingott við hlessaðar
símastúlkurnar í þeim efnum. Mála-
leitan minni tóku þær jafnan vel. Ef
til vill þáðu þær stundum ljóðstaf að
launum. — Það var torráðin gáta,
ef áletran skeytanna var t. d. Jón
Sveinsson Vestmannaey eða Helgi
Landakoti eða Halldór Lögbergi —
Fífilbrekku, Stafholti o. s. frv. Oft
kvaddi ég dyra á einhverju húsi og
spurði: „Kannast þú við þetta nafn?
Þekkirðu þetta hús?“ — Jú, hann
á heima þar eða þar. „Húsið er
númer ...“ Eða: „Ég held hann sé
ekki hér í grennd“. Alltaf var svarað
af vingjarnlegri kurteisi.
Við þetta hasl mitt kynntist ég fólki
víðsvegar um bæinn og öllum að
góðu. Loks átti ég skrifuð í hók um
300 húsanöfn og hvar húsin var að
finna í bænum. Sá listi sparaði mér
margar spurningar. Þórhallur Gunn-
laugsson var góður húsbóndi. Hann
kvaðst verða að búa til aukavinnu
eða hafa einhver ráð til að halda
í sendil, sem hann gæti treyst.
Svo varð Magnús H. Magnússon
stöðvarstjóri, ágætur húsbóndi og
drengur hinn bezti. Hann kom því á,
að sunnudagavinna var greidd auka-
lega. Ymsum öðrum bættum kjörum
fékk hann framgengt.
Af því að ég er ekki mjög morgun-
svæfur, kom ég oft á Stöðina nokkr-
um mínútum fyrir afgreiðslutíma.
Þá átti ég jafnan skemmtilega stund
með næturverðinum, en það var
gráhærður unglingur, Jónas frá
Skuld, — alltaf síkátur og glettinn
og kunni frá mörgu að segja. Að
þeim morgunglaðningi bjó maður
lengi dags.
Fljótt komst ég í góð kynni við
fólkið á pósthúsinu, sem er undir
sama þaki og Símstöðin og náið sam-
starf þar á milli.
Yfirleitt féll mér starfið vel, þó að
nokkuð væri það erilsamt og oft örð-
ugt, t. d. þegar skila skyldi erindum
út í báta, sem lágu einhversstaðar við
bryggju í höfninni, oft í slæmu veðri
og dimmu.
Þann 14. september 1959 kom ég
á morgunvakt að vanda. Magnús
stöðvarstjóri kom til mín hýr í bragði
eins og jafnan. „Átt þú ekki stór-af-
mæli í dag?“ spurði hann. „Ekki
mjög stórt,‘“ svaraði ég. „Þú átt frí
í dag og með hamingj u með þrj á ald-
arfjórðungana,“ sagði Magnús með
þéttu handtaki. Með þökk þáði ég
boðið.
Ymsir vinir og vandamenn gjörðu
sitt til, að dagurinn varð mér ánægju-
legur. M. a. komu þeir Sigurjón sím-
ritari og Jóhann póstfulltrúi og af-
blik
37