Blik - 01.06.1969, Síða 42
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Hetjan fótalausa og eiginkonan
„Svipþyrping sækir þing
í sinnis hljóðri borg“.
G. Th.
I
Haustsvalann lagði inn um opinn
gluggann á fátæklegu vistarverunni í
Sjólyst, litla og lágreista timburhús-
inu utan við lækinn, niður við
Strandgötuna. Þarna bjuggu sárfá-
tæk hjón, Jón fótalausi og konan
hans „hún Guðrún hans Jóns fóta-
lausa“, eins og almenningur orðaði
það, en Jón gekk á hnjánum, því að
hann hafði misst báða fæturna fyrir
um það bil 30 árum, þegar hér er
komið tíð og tíma. Að því slysi kem
ég seinna í þessari frásögn minni.
Þessi hjón voru kunnir þegnar í
litla þorpinu á Nesi í Norðfirði á
mínum bernsku- og unglingsárum,
hann kunnur sjómaður, sem gerði
sjálfur út litla, færeyska árabátinn
sinn hvert sumar og réri ýmist við
annan mann eða þriðja.
Guðrún kona hans var líka til um-
ræðu í þorpinu, talin beizk og velkt
eiginkona, mótgangssöm og mædd.
Þetta vissi ég að var satt, þótt ég
skildi ekki þá ástæðurnar fyrir því
né gerði mér þær í hugarlund, þegar
Guðrún reyndist mér bezt og ég var
sem grár köttur á heimili þeirra
hjóna. Nú skil ég hana mun betur,
því að ég veit nú og skil, að móður-
hjartað, sem barðist þar í hrjósti,
var hlaðið sorg og söknuði, sem fáir
vissu um, því að „hún Guðrún hans
Jóns fótalausa“ bar ekki sorg sína
og söknuð á stræti. Fjarri fór því.
Fáir Norðfirðingar vissu þá og munu
nokkru sinni hafa vitað, hvað þessi
kona hafði þolað og liðið, er hún
flutti til Norðfjarðar norðan frá
Seyðisfirði laust eftir aldamótin. Ég
vissi það heldur ekki fyrr en löngu
síðar, er ég tók að kynna mér ævi
þessara hjóna, sem jafnan voru talin
í hópi minnstu náunganna okkar í
litla þorpinu.
Eins og grár köttur, sagði ég. Já,
barnaskóli þorpsins var þá til húsa í
næsta húsi utan við Sjólyst, í lág-
reistu viðbyggingunni framan við í-
búðar- og verzlunarhús Gísla kaup-
manns Hjálmarssonar. Aðeins stakk-
stæði kaupmannsins skildi þessi tvö
hús að, Sjólystina og vistarverur
barnaskólans, þar sem lífið logaði
margan daginn í ryskingum og
rekistefnum sökum misheppnaðra
kennslukrafta. En það er önnur saga
og verður ekki birt í Bliki að sinni.
40
BLIK