Blik - 01.06.1969, Page 43
Æskuheimilið mitt var að' Hóli,
sem er og var handan við lækinn og
fjær sjónum en Sjólystin. Allt var
þetta býsna gott nágrenni og hæg
tökin hjá mér að heimsækja öðru
hvoru hjónin í Sjólyst, Jón og GuS-
rúnu.
Á vetrum var lítiS um aS vera í
litla þorpinu. Þá drógu fátæklingarn-
ir fram lífiS á trosfiski og bútung,
grjónalús og mjólkurlögg, kaffidropa
og sykurögn. Allt var svo lítiS og
lágkúrulegt hjá öllum þorranum, en
því stærra hjá kaupmönnunum og
prestinum, en þeir voru valdamenn
þorpsins í einu og öllu, bæSi í efna-
legum og andlegum skilningi. Allir
lutu því valdi, þar til uppreisnin átti
sér staS á sögulega fundinum í Gamla
goodtemplarahúsinu. ÞaS er líka
önnur saga.
Eg veitti því eftirtekt, aS Jón fóta-
lausi sat oft viS aS lesa kvæSi Gríms
Thomsens og kunni æSimörg þeirra
og hafði yndi af að þylja þau í tóm-
stundum vetrarins. Hann mun hafa
miklast af því með sjálfum sér, þegar
fram liðu tímar, að hann var á tví-
tugsaldrinum vinnumaður hjónanna
á BessastöSum, Gríms skálds og frú
Jakobínu.
Fyrir réttri öld bjuggu fátæk hjón
að Gestshúsum vestast á Alftanesi í
BessastaSasókn. Þau hétu SigurSur
Arason og Gróa Oddsdóttir. Þau
eignuðust að minnsta kosti 9 börn,
þrjár stúlkur og sex pilta.
Hinn 22. september 1856 fæddi
Gróa húsfreyja að Gestshúsum
bónda sínum tvíbura, tvo pattaralega
sveina. Þeir voru ausnir vatni, eins
og það heitir og lög gera ráð fyrir,
og skírðir Jón SigurSur og Oddur
Ari.
Sveinar þessir uxu úr grasi eins og
hin systkinin í Gestshúsum og urðu
eflings ungmenni, sem lærSu fyrst
og fremst að vinna, dálítið að lesa,
ekkert að skrifa og ekkert að reikna,
enda eðlilegt, þar sem enginn barna-
skóli var í hreppnum. Hvorki voru
efni né aðstaða til að kosta börnin í
Gestshúsum til heimanáms t. d. hjá
prófastinum í GörSum, séra Árna
Helgasyni, eins og sumir heldri menn
í hreppnum gátu gert og gerðu, —
enda lézt prófasturinn árið áður en
tvíburarnir fermdust.
Lífsbaráttan var hörð hjá hjónun-
um í Gestshúsum með allan barna-
hópinn sinn, og á stundum var sultar-
vofan ekki fjarri bæjardyrunum. En
hraust voru þessi börn og harðgerð.
Tvíburarnir Jón og Oddur voru
ekki gamlir, er í ljós kom, aS þeir
létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
ÁriS 1867 er fjölskyldan í Gests-
húsum 11 manna fjölskylda. Eru þá
tvíburarnir 11 ára og þrjár systurn-
ar eldri. AS vorinu veiðir faðirinn
með drengjunum sínum hrognkelsi
til matar og á sumrin stunda þeir
fiskveiðar úr vörinni norðan við bæ-
inn. Svo heyja þeir túnskækilinn, sem
gefur af sér rúmlega kýrfóður. Flesta
vetur uppvaxtarskeiðs þeirra réri
faSirinn á teinæringi suður í GarSi á
Reykjanesi.
Eftir ferminguna var hugsað til að
BLIK
41