Blik - 01.06.1969, Page 44
koma tvíburunum í vinnumennsku til
bænda þarna á Alftanesinu til þess
að létta undir framfærslu hins fjöl-
menna heimilis.
Tvíburarnir voru 12 ára, er hinn
hálærði, fyrrverandi hirðmaSur
danska konungsins, Doktor og Lega-
tionsráð og Riddari af Dannebrog
Grímur Þorgrímsson Thomsen settist
að á BessastöSum og gerðist þar
bóndi. Vissulega gat það verið keppi-
kefli kröftugra og framsækinna ung-
menna í BessastaSasókn að gerast
vinnuhjú hjá hinum grísku- og latínu-
lærða bónda og alþingismanni, sem
líka var skáld, svo aS orð fór af.
Eldri strákarnir í Gestshúsum, tví-
burarnir, kunnu kvæðið, sem ort var
til skáldsins og birt var í Nýjum fé-
lagsritum fyrir svo sem 20 árum þá.
ÞaS hafði Gróa móSir þeirra kennt
þeim. Hún var gáfuð og fróðleiks-
fús kona, sem las og lærði kvæSi og
sögur, eftir því sem þá voru tök á
með fátækri alþýðu, og kenndi síðan
börnum sínum hvorttveggja. Þessar-
ar fróðleiksmiðlunar nutu börnin
hennar æ síðan. Hún hafði sjálf yndi
af því á löngum skammdegiskvöld-
um að miðla börnum sínum af þeim
þjóðlega fróðleik, sem hún hafði sjálf
aflað sér. Allt þetta þióðlega efni
túlkaði hún þeim og skýrði af alúS
og kostgæfni, eins og t. d. vísuna
þessa til Gríms skálds og nágranna:
Mundu þá, Grímur, meyna jökulbúna
og meður fjallatindinn dýrðarháa,
sem hjúpar sig í hökli þokugráum.
Einnig hafði Gróa húsfreyja lært
nokkur þeirra kvæða, sem þá höfðu
birzt almenningi eftir Grím Thom-
sen, t. d. í Nýjum félagsritum, og
kennt þau síðan börnum sínum.
Sjómannavísurnar hans Gríms,
sem birtust í Nýjum félagsritum
1844, voru kunnar um SuSurnesin
og Inn-nesin og sungnar meS sjó-
mönnum þar og fjölskyldum þeirra.
Sjórinn og allt hans átti ítök í hug og
hjarta fólksins þar og ekki síður hjá
hjónunum í Gestshúsum en annars
staðar. Börnin þar höfðu yndi af
kvæðunum, eftir að Gróa móðir
þeirra hafði skýrt þau fyrir þeim og
gert þeim kvæðin hugljúf á þann
hátt.
Grímur kvað um sjóinn:
En hvort þú æðir fram í ógnarveldi
eða þú bærist ekki kyrr og rór,
ertu þó ætíð eins, enn mikilfelldi,
almáttugs drottins spegill, blái sjór,
sem sjálfur ert svo djúpur og svo stór,
en umgjörðin þín grams- og keisaraveldi.
Og svo var það skýring móðurinn-
ar á síðari hluta haustvísunnar hans
Gríms:
1 brjósti mannsins haustar einnig að,
upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur,
en vetrarmjöll í daggardropa stað
á dökkan lokk og mjúkan fagurt hnígur.
og æskublómin öll af kinnum deyja.
Og svo var þaS vísan hans Æru-
Tobba.
Börnin í Gestshúsum spreyttu sig
á því í þessum kvæðaskóla móður
sinnar að finna ráðninguna við þess-
um Ijóðlínum þar:
42
BLIK