Blik - 01.06.1969, Síða 47
vænlega síldarvertíð á austfirzku
fjörðunum. Ein slík norsk blaðafregn
varð Jóni S. Sigurðssyni minnisstæð,
enda var hún mikið rædd manna á
milli eftir að hún birtist í íslenzka
blaðinu. Fregnin var þess efnis, að
Island væri næst írlandi „hið verst
leikna og kvaldasta land í Evrópu.“
Jafnframt þessum blaðaskrifum,
sem vöktu umtal, gengu miklar sögur
um Suðurnes og Innnes af aflamagni
á Austfjarðamiðum og af aflasæld
Austfirðinga, eftir að þeir byrjuðu
að veiða fisk á línu.
Allar þessar veiðifréttir að austan
og vissan um batnandi afkomu fólks
þar frá ári til ársurðuþess valdandi,
að fólk af Suðurlandi tók að flykkj-
ast til Austfjarða hvert sumar í at-
vinnuleit. Margt af því sunnlenzka
fólki kom ekki aftur suður til gömlu
heimkynnanna heldur ílentist á Aust-
fjörðum, settist þar að og staðfesti
þar ráð sitt.
Mest orð fór fyrst í stað af upp-
gangi Seyðfirðinga og Mjófirðinga,
þar sem Normennirnir veiddu mesta
síldina og höfðu mestar framkvæmd-
ir á prjónunum samfara síldveið-
unum. Þar þutu timburhúsin upp við
strendurnar byggð úr norskum viði,
og bólverk og bryggjur breyttu svip
fjöru og strandar innan fjarða. Róðr-
arbátum í fjörðum þessum fjölgaði
ört og útgerð þeirra óx ár frá ári.
Allar þessar fregnir og frásagnir
heilluðu unga menn og framsækna.
Þegar Jón S. Sigurðsson frá Gests-
húsum stóð á tvítugu (1876), vinnu-
maður hjá skáldinu á Bessastöðum,
afréð hann að leita sér atvinnu á
Austfjörðum. Innst inni með honum
leyndist sú hugsun, sú þrá, að gerast
athafnamaður austur þar, -— stunda
þar sjó, reka útgerð, græða, eflast að
álnum. Aldrei hafði hann ætlað sér
að stunda landbúnaðinn, heldur sjó-
inn eins og faðir hans og forfeður.
Það atvikaðist þannig, að Jón S.
Sigurðsson réðst vinnumaður austur
á Vopnafjörð til verzlunarstjórans
þar, Péturs Guðjohnsen. Það gat ver-
ið góð byrjun örsnauðum vinnupilti,
meðan hann var að kynnast staðhátt-
um og aðstöðu allri til að standa á
eigin fótum með atvinnurekstur sinn.
Eftir að bafa verið eitt ár í vinnu-
mennsku hjá verzlunarstjóranum,
stundað sjó í þjónustu hans, heyað
handa skepnum og hirt kýr og kind-
ur, stofnaði Jón S. Sigurðsson til eig-
in útgerðar, varð „sjálfra sín“, eins
og það var kallað. Jón æskti þess að
hagnast mest sjálfur á dugnaði sín-
um, vinnuþreki og framtaki. Þess
vegna gekk hann úr vinnumennskunni
hjá verzlunarstjóranum 1877 og
fluttist út í Leiðarhöfn við Kolbeins-
tanga yzt í Vopnafirði. Þar efndi
hann til útgerðar og stundaði sjóinn
ötullega vorið og sumarið fram á
haust og aflaði vel. Hann óx að áln-
um, eins og hann hafði einsett sér,
og vildi meira. Þá var næst að flytja
til Seyðisfjarðar og setjast þar að í
mammonslandinu mikla, þar sem sjó-
sóknin og síldveiðin fór enn vaxandi
og verzlun óx frá ári til árs, bæði
innan héraðs og við nærliggjandi
fjarðabyggðir og Fljótsdalshéraðið.
blik
45