Blik - 01.06.1969, Page 48
Frá SeySisfirði bárust um byggð-
ir til sjávar og sveita orð og fréttir
af Imslöndum, Rekdöhlum, Böving-
um, Nielsenum og Rasmusenum og
hvað þeir nú hétu allir þessir útlendu
athafnamenn, sem settu svipinn á allt
athafnalífið á þessum uppgangs- og
gjörbreytingatímum vaxandi veiði-
tækni og framleiðslu.
Fólkið bar takmarkalausa virðingu
fyrir öllum þessum útlendu manna-
nöfnum, því að af þeim lagði auraþef
og athafnailm. Og angan af steik og
annarri annarlegri matseld barst iðu-
lega á Fjarðaröldu að vitum fátækl-
inganna íslenzku, þegar þeir áttu leið
fram hjá bæjardyrum eða eldhús-
glugga þessarra erlendu athafna- og
stórgróðamanna. En sá sæti ilmur
var næsta óþekkt fyrirbrigði í þess-
um fjarðabyggðum þar eystra, áður
en útlendu athafnamennirnir settust
þar að.
Vorið 1880 barst sú frétt til Vopna-
fjarðar, að séra Jón Bjarnason, um-
ræddur og kunnur klerkur í Nýja-ís-
landi í Ameríku, væri í þann veginn
að flytja til Seyðisfjarðar og gerast
sóknarprestur þeirra Seyðfirðinga.
Ekki dró sú fregn úr virðingu fólks í
sjávar- og sveitabyggðum Austur-
lands fyrir Seyðfirðingunum og at-
hafnalífinu þar. Og svo var kona
prestsins hún frú Lára Mikaelína Pét-
ursdóttir Guðjohnsen, söngkennarans
fræga og höfundar íslenzku sálma-
söngs- og messubókarinnar. Frúin
var líka systir Péturs, hins kunna
verzlunarstjóra í Vopnafirði. Ekki
spilltu þannig prestshjónin glæsi-
bragnum yfir þessu öllu saman.
— Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla, segir skáldið og sál-
rýnandinn.
Fólk flykkist til Seyðisfjarðar og
settist þar að.
Einn af hinum mörgu innflytjend-
um til Seyðisfjarðar á þessum glæsi-
tímum var Jón S. Sigurðsson frá
Gesthúsum. Þá efldust draumar hans
um athafnir og álnir, auð og ávexti
hans. Lengi sumars 1880 bar Jón
blaðið af Norðlingi í vasanum, þar
sem þessi klausa stóð skýrum stöfum:
„Síldveiðin er sá afli, sem fram
yfir annan sjávarútveg hefur þá að-
alkosti, að hann er flj ótteknastur og
hættuminnstur, arömestur og kostn-
aðarminnstur. Nú eru Norðmenn,
sem búnir eru að halda til og stunda
síldveiöar hér eystra í 12 ár, einkum
á Seyðisfirði, búnir að leiöa menn
úr skugga um, hvað þessi veiði er
fljóttekin og arðsöm. Þeir eru einnig
búnir að kenna þeim veiðiaðferð-
ina, svo að þeir ættu ekki lengur að
horfa á þá aögerðarlausir aura upp
tugum, já, hundruðum þúsunda af
krónum í flæðarmálinu hjá húsum
þeirra og hafast ekki annað að en
það, sem Norðmenn af náð sinni
gefa þeim í landshlut og griðkonum
þeirra í kaup fyrir að hjálpa til að
salta síldina.“
Og útlendingarnir aðkomnu „lærðu
íslenrku“ furðu fljótt og töluðu hana
innan tíðar alveg „ville vekk“. Á því
máli bentu þeir hinum fáfróðu lands-
mönnum t. d. á ýmsar markveröar
staðreyndir um síldina: „Hann er
46
BLIK