Blik - 01.06.1969, Qupperneq 50
vör inni á Seyðisfjaröaröldu, Fjarð-
aröldu í Seyðisfirði. Fiskiróður var
ráðinn út undir Skálanesbjarg, sem
er sunnan vert við Seyðisfjarðar-
mynnið æðispöl norður af Dalatanga.
Þar hafði aflazt vel að undanförnu.
Bátverjar voru þessir: Jóhann Ring-
sted, Þorsteinn Sigurðsson, Jón
Valdimarsson og söguhetja mín, Jón
S. Sigurðsson, frá Gestshúsum.
Oneitanlega var veðurútlitið við-
sjárvert, enda þótt það yrði ekki ráð-
ið að fullu sökum myrkurs. Báturinn
var stór, íslenzkt fj ögramannafar og
veiðarfærið lína, fjögur bjóð, 24
strengir alls.
Sunnlendingarnir sóttu útróður-
inn einhuga og kappsamlega.
Þegar þeir náðu fyrirhuguðu miði,
var skollinn á norðaustan stormur
með hríðarfjúki. Samt lögðu þeir
alla línuna. — Svo leið fram á seinni
hluta næturinnar. Framan af var veð-
ur frostlaust, en í birtingu tók að
kólna í veðri og frysta. IJegar á dag-
inn leið, gizkuðu þeir á, að frostið
væri við 10 stig. Þeir náðu með
herkjubrögðum og harðfengi aðeins
hálfri línunni. Þá urðu þeir að skera
á hana sökum veðurs og hefja róður
til lands. Eigiidegrar lendingar var
fyrst að leita á Skálanesi, yzta bæ við
sunnan verðan Seyðisfjörðinn. Sök-
um brims var óhugsandi að lenda
annars staðar þar út með firðinum
sunnan verðum.
Veðrið fór vaxandi og sjór að
sama skapi. Þeir börðu gegn veðr-
inu allan síðari hluta dagsins fram í
rökkur, en lítið miðaði sökum veður-
ofsa og brims. Réðu þeir þá af að
leita lendingar í svonefndum Vogum,
sem eru milli Skálanessbjargs og
Dalatanga.
Að vísu var engin vör í Vogunum
heldur urð, og var lending þar því
sama sem að hleypa til skipbrots. Allt
var í tvísýnu um það, hvort lending-
in tækist svo giftusamlega, að þeir
héldu allir lífi.
Lendingin í Vogunum tókst vissu-
lega betur en þeir höfðu vænzt, þótt
bátnum hvolfdi. Lentu þá þrír mann-
anna í sjóinn, Jóhann, Þorsteinn og
Jón Sigurðsson. Jóni og Jóhanni
skolaði strax upp í stórgrýtið, en
Þorsteinn hékk við bátinn flæklur í
línunni. Það varð honum til lífs að
öllum líkindum. Von bráðar náðu
þeir Þorsteini og drógu hann á þurrt.
Síðan tókst þeim að rétta bátinn við
og bjarga honum undan sjó. Tvö
stór göt höfðu þó brotnað á hann
þarna í urðinni. Stýrið af bátnum
fundu þeir, siglutréð með seglinu og
tvær árar. Onnur var brotin. Þan-
stöng seglsins fundu þeir ekki.
Þegar hér var komið hrakningi
þessum, er skollinn á blindbylur með
svipuðu frosti og verið hafði.
Nú var úr vöndu að ráða. Þeir þre-
menningarnir, sem lent höfðu í sjón-
um, voru auðvitað holdvotir.
Allir urðu þeir sammála um að
freista þess að komast upp úr Vog-
unum og til bæja sunnan þeirra, Dala-
kálkabæjanna, þ. e. Grundar eða
Minni-Dala, sem voru jarðir í byggð
sunnan Dalatanga, yztu bæir norðan
Mjóafjarðar. Grund er enn í byggð,
48
BLIK