Blik - 01.06.1969, Page 51
bústaður vitavarðarins á Dalatanga.
Minni-Dalir í eyði.
Ofan Voganna eru brattar skriður
og illfært gil, svo að greiðfært var
þar ekki, sízt sjóblautum og sár-
þreyttum mönnum. Harðfenni reynd-
ist líka vera í Skriðunum og gler-
hálka. Eftir megni reyndu þeir að
pjakka sér spor í harðfennið og svell-
gljána. Til þess höfðu þeir vasahníf
og svo bút af bátsdraginu, sem hand-
bært var og þeir tóku með sér.
Ekki liöfðu þeir langt komizt, er
Þorsteinn missti fótanna og rann 30
—40 metra niður á hengibrún, rann
til hraps fram af klettum. Var þá ekki
annað sýnna en til aldurtila drægi
fyrir honum. En fremst á klettabrún
nam hann staðar við steinnibbu, er
frosin var föst í gljána. Þeir lögðu
nú saman ráð um það, hvernig bjarga
mætti Þorsteini, þó að tök til þess
sýndust lítil.
Tveir mannanna pjökkuðu spor í
gljána niður að Þorsteini og selfærðu
sig smám sarnan niður að bjargbrún-
inni. Loks lagðist annar flatur á
svellið og lét hinn halda í fætur sér,
með því að hann hafði góða við-
spyrnu. Þannig var Þorsteini bjarg-
að.
Þorsteinn hafði meiðzt mikið og
var nær ófær til gangs. Þeir urðu því
að skilja hann eftir, og varð Jóhann
eftir hjá honum.
Nafnarnir, Jónarnir, héldu nú á-
fram að fika sig suður og fram Skrið-
urnar, freista þess að ná suður til
bæja. Afram héldu þeir það sem eft-
ir var aðfaranótt þriðjudagsins og
fram að hádegi þann dag, en þá gáf-
ust þeir upp. Höfðu þeir þá urið upp
vasahnífinn, dragbútinn, neglur og
góma, en ógerlegt var að komast
lengd sína nema pjakka sér spor í
harðfennið og svellbólstrana. Þeir
komust því ekki lengra og urðu að
snúa við og láta fyrirberast hjá félög-
um sínum.
Löngu seinna kom í Ijós, að þeir
áttu aðeins eftir 32 metra til þess að
ná brún hraunhryggs, sem þarna er
á milli Voganna og Dalakálksbæj-
anna, er þeir létu undan síga og snéru
aftur til félaga sinna.
Félaga sína, Jóhann og Þorstein,
fundu þeir brátt, þar sem þeir skildu
við þá og settust að hjá þeim. Veður-
ofsinn hélzt og frostið áætluðu þeir
milli 12 og 18 stig. Aldrei festi svo
snjó á hjallanum eða í grennd við
hjallann, sem þeir höfðust við á, að
þeir gætu grafið sig í fönn.
Svo tók hungrið að sverfa að
þeim. Síðan sótti svefninn á, sérstak-
lega þá Jón Valdimarsson og Þor-
stein. Þeir gengu svo að segja látlaust
fram og aftur, „gengu um gólf“ til
þess að halda á sér hita og verjast á-
sókn svefnsins. Þorsteinn þoldi göng-
una illa sökum meiðslanna, sem hann
hafði hlotið. Þess vegna sótti kuldinn
mest á hann.
Allstór steinn var þar í hallanum.
Hann veitti nokkurt skjól. Undir hon-
um hlúðu þeir að Þorsteini eftir
föngum með því að skiptast á að sitja
áveðurs við hann.
Sulturinn svarf sárast að þeim á
þriðjudaginn og miðvikudaginn.
BUK 4
49