Blik - 01.06.1969, Síða 52
Enginn þeirra mælti þó æðruorð,
enda þótt vonlítið væri um björgun
næstu dægur.
Jón Sigurðsson, sem hér gefur
efnið í frásögnina, gat þess löngu síð-
ar, að hann hefði kviðið þess mest,
að lifa félaga sína alla, svo bar af
hreysti hans umfram hinna.
A föstudagsmorgun um fimmleytið
tók að draga úr veðurofsanum. Sló
þá einnig mjög á brimið, en frostið
hélzt áfram óbreytt. Vindstaðan var
nú af norðaustri, svo að leiði var
inn Seyðisfjörðinn, ef hátur þeirra
reyndist nothæfur. Þeir klöngruðust
því ofan að bátnum til þess að skoða
hann.
Báturinn hafði ekki haggazt, -—
var eins og þeir höfðu gengið frá
honum. I rauninni var hann ósjó-
fær sökum gats eða gata, sem brotn-
að höfðu á botn hans. Þó vildu þeir
reyna að hjarga lífinu á honum, með
því að þeir voru sammála um, að
betra væri að drukkna en kveljast
eins og undanfarna daga og verða
svo ef til vill úti þarna í Skriðunum.
Þeir tróðu í götin á bátnum og ýttu
síðan á flot í herrans nafni. En brim-
ólgan við stórgrýtið í fjörunni fyllti
bátinn, svo að þeir komust ekki á flot
í fyrstu atrennu. Þeir biðu svo þess,
að sjórinn rynni úr bátnum, enda
fjarandi. Brimið lægði óðum og
veður fór bráðlygnandi. Onnur til-
raun þeirra að ýta bátnum á flot tókst
vel. Settu þeir svo upp segl í skyndi
og notuðu brotnu árina fyrir þan-
stöng en stýrðu með heilu árinni, því
að þeir komu ekki stýrinu fyrir sök-
um þess, að stýrisjárnin höfðu bogn-
að.
Báturinn hriplak, þótt troðið væri
tuskum í götin eða rifrildum úr föt-
um þeirra. Hann hálffyllti brátt, varð
fljótlega þóftufullur, en ferðin hélt
honum uppi og hratt skreið undan
vindinum inn fj örðinn. Þannig sigldu
þeir inn á Hánefsstaðaeyrar, en það
er um 5 mílna leið. Þar lentu þeir um
klukkan 8 um kvöldið, bröltu í land
úr bátnum en hirtu ekki um hann
frekar. Þeir gerðu síðan vart við sig í
húsi einu þar á Eyrunum. Fólkið þar
varð undrandi að sjá þá, því að þeir
höfðu verið taldir af. Þarna fengu
þeir mjólk og ögn af brauði til þess
að seðja sárasta hungrið.
Einnig fengu þeir lánaðan bát og
tvo menn til þess að flytja sig inn á
Fjarðaröldu, þar sem þeir áttu
heima. Klukkan 11 um kvöldið náðu
þeir loks heim. Þá voru knappir 5
sólarhringar liðnir frá því að þeir
lögðu af stað í róðurinn.
Síðan kom að eftirköstunum með
aflimun og örkumlun.
Allir reyndust þeir fjórmenning-
arnir meira og minna kalnir, skað-
skemmdir af kulda. Allir voru þeir
sendir suður á Eskifjörð til héraðs-
læknisins þar, Fritz V. Zeuten, hins
danska ágætismanns og snillings,
með því að hvorki var læknir né
sjúkrahús á Seyðisfirði þá.
Læknirinn varð að taka báða fæt-
urna fyrir ofan ökla af Jóni Sig-
urðssyni. Tveir hinna misstu annan
fótinn hvor, en sá fjórði slapp við
þau örkuml. Ekki voru mennirnir
50
BLIK