Blik - 01.06.1969, Síða 55
og stundaði þá iSn þarna í fjölmenn-
inu, sem þá var þar. Þessi sunnlenzki
skósmiður gaf loks kost á því að
smíða „skó“ handa Jóni S. Sigurðs-
syni. Það tókst svo vel, að undrun
sætti. Hællinn var undir hnjánum,
og leggstúfnum var smeygt aftur í
„leistinn“ á „stígvélinu“. A slíkum
stígvélum gekk Jón Sigurðsson síð-
an, það sem hann átti eftir ævinnar
eða hart nær fjóra áratugi.
II
N. Nielsen „Factor“ í „Ytri-Höndl-
unarstaðnum“ í Eskifirði gat oft ver-
ið gamansamur náungi. Blótsamur
var hann nokkuð á stundum, og ís-
lenzkan hans var aldrei upp á marga
fiska, þótt hann héldi sjálfur, að
hann kynni hana lýtalaust.
Hann var sagður kvenhollur nokk-
uð, danski verzlunarstjórinn.
Við „Höndlunina“ vann Sigurður
verkamaður Olafsson. Hann og Sig-
urður skáld Breiðfjörð voru hræðra-
synir, með því að Eiríkur Sigurðsson
hóndi í Rifgirðingum, faðir skálds-
ins, og Ólafur Sigurðsson, faðir Sig-
urðar verkamanns, voru bræður.
Eitt sinn kom Nielsen verzlunar-
stjóri að máli við Sigurð Olafsson,
verkamann sinn við verzlunina, og
hvatti hann til að læra beikisiðn til
fullnustu, svo að hann gæti um langa
framtíð haft þau störf á hendi við
hina dönsku verzlun þarna í „Ytri-
Höndlunarstaðnum“ í Eskifirði.
Sigurður Ólafsson fór að ráði
verzlunarstjórans og fullnumaði sig
í beykisiðninni úti í henni Kaup-
mannhöfn.
Þegar hann kom svo heirn úr ferð
þeirri vorið 1824, fannst honum
sj álfum hann vera verulega fínn mað-
ur og mikill maður, sem ætti það
vissulega skilið að bera ættarnafn
eins og Danirnir við „Höndlunina“
og frændi hans í skáldastétt. Þarna
skorti hann vissa hluti til þess að
öll tilvera hans bæri þessa merki,
áþreifanleg merki í daglega lífinu,
að hann hefði fullkomlega tileinkað
sér danska menningu, útlærður beyk-
ir, sigldur og forframaður.
Sigurður Ólafsson hafði kynnzt
starfsmönnum í beykisiðn í Kaup-
mannahöfn, sem unnið höfðu með
Sigurði skáldi Breiðfjörð, frænda
hans, er hann nam þar beykisiðn á
öðrum tug 19. aldarinnar. Þeir áttu
skemmtilegar minningar um hann.
Var það annars ekki upplagt, að
taka sér ættarnafnið Breiðfjörð hér
á Austurlandi? hugsaði Sigurður
beykir. Og svo gerði hann það: Sig-
urður Breiðfjörð Ólafsson beykir,
mikið og fallegt nafn, sem hæfði
sigldum beyki og fór vel í verzlun-
ar- og kirkjubókum!
Og svo var það kvennaspursmálið.
Vissulega þurfti liann að eignast ein-
hverja fasta unnustu úr því sem kom-
ið var. Átti hann annars ekki að
hlusta á tillögu „Factorsins“ í þeim
efnum? Aðeins nokkrum dögum eftir
að Sigurður Breiðfjörð Ólafsson kom
heim frá náminu í Kaupmannahöfn,
hafði verzlunarstjórinn ymprað á
kvennamálunum við hann og nefnt
blik
53