Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 57
harðan send til vandalausra eða
venzlafólks til forsjár og framfærslu.
Sum voru þannig alin upp niðursetn-
ingar á kostnað sveitarinnar, voru
gjörð að sveitarómögum. Onnur ól
venzlafólk upp á sinn kostnað.
Seinustu árin sín hér í heimi lifði
beykir þessi hálfgerður ef ekki al-
gjör niðursetningur á Sómastöðum
í Reyðarfirði. Þá hafði hann fyrir
nokkrum árum hætt að láta skrifa
sig Hjörth. Eitthvað hafði breytzt
innra með honum með aldri og lífs-
reynslu. Hann hét þá bara Sigurður
Ólafsson og flutti að lokum á einum
eins og sjálfur verzlunarstjórinn og
allir hinir, með fínu ættarnöfnin
dönsku, er hann hafði lokið dagsverki
sínu hér í henni verzlu. Sú jafnaðar-
mennska við lokin var þó alltaf hugg-
un gegn vonbrigðum og lítillækkun
tilverunnar hér í þessum heimi. Sig-
urður Ólafsson beykir var 61 árs, er
hann hvarf til feðra sinna. Það var
árið 1855. Þá hafði Guðrún kona
hans dvalizt fjærri honum nokkur ár,
hvernig svo sem á því stóð. Hún
dvaldist norður á Sævarenda í Loð-
mundarfirði hjá dóttur sinni Sigríði,
húsfreyju þar.
III
Tvær dætur þeirra hjóna, Sigurð-
ar beykis Ólafssonar og Guðrúnar
Asmundsdóttur koma hér við sögu
mína: Sigríður, hin kunna húsfreyja
á Sævarenda, og Eleonóra Sigurðar-
dóttir, sem var 5 árum yngri.
Sigríður Sigurðardóttir giftist Ein-
ari Eiríkssyni frá Borg í SkGðdal.
Þau hjón fengu fyrst til ábúðar jörð-
ina Bárðarstaði í Loðmundarfirði
árið 1862 eftir nokkra hrakninga
milli jarða. Á Bárðarstöðum bjuggu
þau í 9 ár. Þá fluttu þau að Sævar-
enda í sömu sveit. Þar bjuggu þau
hjón um áratugi og gerðu garðinn
þann frægan um Austfirði og Hérað
fyrir manngæzku og hjálpsemi, góð-
vild og fórnarlund.
Á fyrsta tug 19. aldarinnar gerðist
Richard Long verzlunarstjóri á Eski-
firði. Hann var enskur að ætt og
uppruna, fæddur í Englandi 1782,
en ólst upp í Danmörku.
Árið 1807 ól Kristín nokkur Þórar-
insdóttir verzlunarstjóranum son. Sá
hlaut nafnið Kristján Long, -—- Krist-
ján Long Richardsson, síðan skrif-
aður Kristján Longsson.
Árið 1810 gekk Richard verzlunar-
stjóri að eiga ekkjuna Þórunni Þor-
leifsdóttur, áður kona Runólfs Eiríks-
sonar frá Kleif í Fljótsdal. Sama árið
og hann kvæntist henni, ól Kristín
Þórarinsdóttir annan son, sem hún
kenndi einnig verzlunarstjóranum. Sá
sveinn hlaut nafn móðurafa síns, var
skírður Þórarinn, — Þórarinn Longs-
son, afi rnerkra íslendinga og lista-
manna, bræðranna Richards Jóns-
sonar, myndhöggvara, Finns Jóns-
sonar, listmálara og bræðra þeirra,
Karls læknis og Georgs bónda.
Þórarinn Longsson bjó að Núpi á
Berufjarðarströnd og var kvæntur
Lísbet Jónsdóttur frá Núpshjáleigu.
Sonur þeirra hjóna var Jón faðir
þeirra bræðranna, sem ég nefndi.
Eleonóra Sigurðardóttir beykis
BLIK
55