Blik - 01.06.1969, Page 58
Olafssonar giftist Kristjáni Longs-
syni, bróður Þórarins bónda á Núpi.
Hjón þau bjuggu í húsmennsku að
Bakkagerði í Reyðarfirði. Þau eign-
uðust þrjár dætur: Þórunni, Maríu
og Guðrúnu, — Guðrúnu Kristjáns-
dóttir, sem í fyllingu tímans varð eig-
inkona Jóns fótalausa frá Gestshús-
um í Bessastaðasókn. Þannig voru
þau Guðrún og Jón Þórarinsson, fað-
ir bræðranna, bræðrabörn.
Guðrún Kristjánsdóttir fæddist að
Bakkagerði í Reyðarfirði 26. apríl
1866. Foreldrar hennar bjuggu þarna
í húsmennsku, snautt fólk og um-
komulítið. Mikið vantaði á, að fjöl-
skylda þessi gæti talizt hafa til hnífs
og skeiðar.
Kristján Longsson, húsmaður í
Bakkagerði, lézt 19. júní 1870. Þá
fauk í flest skjól fyrir þessari fjöl-
skyldu. Börnin voru tekin af móður-
inni og þeim ráðstafað til vanda-
lausra fram yfir tekt. Móðirin gerð-
ist vinnukona bjá bóndahjónum þar
í sveit.
Þegar faðirinn féll frá, var Þór-
unn, elzta dóttirin í Bakkagerði, 14
ára og fermdist þá um vorið. Stuttur
var því orðinn á henni ómagahálsinn.
Tveim árum síðar er hún orðin
vinnukona hjá kaupmannshjónum á
Eskifirði, Karli Túliníusi og Guð-
rúnu Þórarinsdóttur, systur séra Þor-
steins Þórarinssonar í Heydölum. Hér
leið henni vel hjá gæðakonunni frú
Guðrúnu.
Næstu 12 árin var Þórunn Krist-
jánsdóttir síðan vinnukona á ýms-
um heimilum í Eskifjarðarkaupstað
og þar í grennd, eða þar til hún
fluttist 28 ára gömul frá Lambeyri í
Eskifirði norður að Sævarenda í
Loðmundarfirði, þar sem móðursyst-
ir hennar var húsfreyja og amma
hennar, Guðrún Asmundsdóttir,
dvaldist í skjóli dóttur sinnar. Þar
var þá einnig yngsta systir Þórunnar,
Guðrún Kristjánsdóttir, 18 ára, fóst-
urdóttir hjónanna Sigríðar húsfreyju
og Einars bónda E’ríkssonar. —
Þetta var árið 1884.
Hjónin á Sævarenda eignuðust tvo
sonu, Sigurð og Finn. Finnur Ein
arsson bjó um árabil á Sævarenda á
heimili foreldra sinna, stoð þeirra og
stytta; kunnur merkismaður og
drengur góður. Hann kvæntist ekki
og lézt 6 árum fyrr en foreldrar hans
eða 1914. Foreldrar hans létust með
stuttu millibili árið 1920.
Sigurður Einarsson, eldri sonur-
inn á Sævarenda, og Þórunn Krist-
jánsdóttir, systrabörnin, fóru saman
til Ameríku árið 1887. Ekki get ég
sannað, hvernig á því samfloti stóð,
þó að ég geri mér það í grun.
Ekki veit ég framtíð Þórunnar
Kristjánsdóttur í Ameríku, en eftir 6
ár kom Sigurður Einarsson einn síns
liðs heim aftur og kvæntist þá Arn-
björgu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð
í Loðmundarfirði, systur Ingibjarg-
ar Stefánsdóttur húsfreyju þar. Sig-
urður lézt tæplega miðaldra maður.
Þessa fólks get ég hér sökum
tengsla þess við Guðrúnu Kristjáns-
dóttur á uppvaxtarárum hennar í
Loðmundarfirði, og þeirrar velvild-
ar og þess styrks, er hún naut jafnan
56
BLIK