Blik - 01.06.1969, Page 59
hjá því, er lífið sjálft, tilveran,
reyndi á hana til hins ýtrasta.
Þegar Kristján húsmaður féll frá,
var miðdóttirin í Bakkagerði 11 ára.
Hjónin á Kollaleirum i Reyðarfirði,
Sigurður Oddsson og Eygerður Ei-
ríksdóttir, tóku hana til fósturs, enda
var Eygerður húsfreyj a vildarvinkona
Eleonóru móður Kristínar. A Kolla-
leirum dvaldist Kristín Kristjáns-
dóttir síðan til sjálfsbjargar aldurs.
Yið fráfall manns síns gerðist Eleo-
nóra móðir systranna vinnukona á
Seljateigi í Reyðarfirði. Þaðan flutt-
ist hún síðar norður yfir Oddsskarð
og gerðist vinnukona á Skorrastað í
Norðfirði. Þá var bóndi í Neðri-
Miðbæ þar í sveit Björn Jónsson,
sem misst hafði Halldóru Sigurðar-
dóttur konu sína fyrir nokkrum ár-
um. Þau voru áður hjón á Sandvíkur-
seli. Árið 1877 réðst Eleonóra Sig-
urðardóttir ráðskona til Björns ekk-
ils Jónssonar í Neðri-Miðbæ. Eftir
tveggj a ára „reynslutíma“ kvæntist
Björn bóndi ráðskonu sinni. Brúð-
kaupið átti sér stað 22. maí 1879.
Eleonóra Sigurðardóttir húsfreyja
í Neðri-Miðbæ lézt 11. jan. 1884.
Þegar Eleonóra réðst ráðskona til
Björns bónda, fluttist Kristín María
dóttir hennar norður að Miðbæ og
gerðist vinnukona hjá Birni bónda.
Þeirri vist hélt hún, þar til móðir
hennar féll frá. Þá hvarf Kristín úr
vinnukonuvistinni í Neðri-Miðbæ.
IV
Þá kem ég að yngstu dótturinni
frá Bakkagerði, henni Guðrúnu
Kristjánsdóttur, sem forsjónin hafði
ætlað það hlutskipti og hlutverk í
lífinu að verða lífsförunautur Jóns
fótalausa Sigurðssonar, stoð hans og
stytta, hjúkrari og líkngjafi í þraut-
um og þjarki ofurharðrar lífsbaráttu
um tugi ára.
Þegar faðir Guðrúnar, Kristján
Longsson húsmaður í Bakkagerði,
andaðist, var hún aðeins fjögurra
ára. Þá urðu þær mæðgurnar að
•skiljast að. Hjónin á Stuðlum í
Reyðarfirði, Eyjólfur hreppstjóri
Þorsteinsson og Guðrún Jónsdóttir,
foreldrar Kristrúnar, fyrstu ástmeyj-
ar Jónasar skálds Þorsteinssonar,
(Sjá Blik 1967) tóku þetta litla
stúlkubarn frá Bakkagerði til sín og
höfðu það í fóstri fyrsta árið eftir
fráfall föðurins. Sveitin gaf með
barninu, og hún var því „niðursetn-
ingur“ eða „sveitarómagi“.
Eftir ársdvöl á Stuðlum var litla
stúlkan flutt alla leiðina norður að
Sævarenda í Loðmundarfirði. Þang-
að hafði móðirin komið henni í
fóstur til systur sinnar, Sigríöar hús-
freyju. Hjá hinum mætu hjónum á
Sævarenda, Sigríði og Einari, leið
barninu vel. Og þarna var amma
hennar, Guðrún Ásmundsdóttir, fyr-
ir á heimilinu, eins og áður getur.
Á Sævarenda dvaldist Guðrún
Kristjánsdóttir síðan yfir 20 ár eða
þar til hún í fyllingu tímans felldi
ást og líknarhug til Jóns Sigurðs-
sonar fótalausa.
V
Er Jón Sigurðsson hafði brölt eða
57
blik