Blik - 01.06.1969, Side 60
skreiðzt á hnjám sínum milli húsa
á Seyðisfjarðaröldu um tveggja ára
bil eftir slysið mikla, leitaði hann
norður til Loðmundarfjarðar í
þeirri von að geta fengið aðstöðu
þar til að stunda sjó og hafa þannig
ofan af fyrir sér einhvernveginn.
Þaðan var styttra að róa til fiskjar
en innan frá Seyðisfjarðaröldu. Ut-
ræði Loðmfirðinga var frá Nesi,
næst yzta bæ norðan við fjörðinn.
Þaðan seldu þeir fiskafla sinn til
Seyðisfjarðar. A Nesi settist Jón Sig-
urðsson að og stundaði þaðan sjó á
litlum árabáti um árabil, enda voru
Loðmfirðingar honum hjálpsamir og
veittu honum fyrirgreiðslu til sjálfs-
bjargar eftir því sem þeir höfðu að-
stöðu til.
Á þessum árum kynntust þau Guð-
rún Kristjánsdóttir, fósturdóttir hjón-
anna á Sævarenda, og Jón Sigurðs-
son, sjómaður og útgerðarmaður á
Nesi þar í hyggð. Tæpast gat framtíð
Guðrúnar heimasætu í hjónabandi
með svo lömuðum manni og skertum
starfsorku verið glæsileg. En konu-
hjartað spyr ekki alltaf um það, þeg-
ar ástarkenndin hjúpuð líknarlund-
inni, vorkunn- og miskunnseminni,
glædd guðsloga og guðstrú, hrifsar
völdin og blindar alla skynsemi. Og
Jón Sigurðsson gat vissulega tekið
sér orð skáldsins í munn, já, sungið
hjartanlega:
Á lífið gjiirvallt Ijóma ber
af ljósinu ástar þinnar;
dauðans breytir dimma sér
í dagsbrún vonarinnar.
Vorið 1892 fluttust þau Jón og
Guðrún frá Loðmundarfirði að Vest-
dal í Seyðisfirði og stofnuðu þar
heimili, hófu búskap. A Vestdals-
eyrinni var þá mikill atvinnurekstur,
og fjöldi manna búsettur þar. Þau
voru enn ógift, og gekk Guðrún með
fyrsta barn þeirra, komin langt á leið.
Barnið fæddi hún 27. maí um vorið,
eða nokkru eftir fluíninginn. Þetta
var meybarn, sem séra Björn Þorláks-
son, sóknarprestur á Dvergasteini;
skírði Sigríði Eleonóru, nöfnum
systranna, Sigríðar á Sævarenda og
Eleonóru móður Guðrúnar.
Svo hélt búskapur þeirra áfram af
engri ósæld, þó að fátt væri stundum
til fanga og flestar nauðþurftir skorn-
ar við nögl. Jón Sigurðsson átti, frá
því hann missti fæturna, oft mjög
erfitt með að stunda dagleg störf,
hvort heldur var til lands eða sjá-var
sökum þjáninga í hnjám og leggjum.
Þær leiddu til svefnleysis og annarra
vandræða.
Vorið 1895, 3. maí, fæddi Guðrún
Kristjánsdóttir unnusta sínum annað
barn. Það var líka meybarn og hlaut
nafn föðurmóður sinnar, var skírð
Gróa Ragnheiður.
Þótt séra Björn Þorláksson þætti
harður í horn að taka, ágengur, harð-
ger og fylginn sér við stórbokka og
stertimenni, fann hann til með fá-
tækum og öllum þeim, sem áttu um
sárt að binda eða stóðu á ýmsan hátt
höllum fæti í lífsbaráttunni. Svo var
um Jón og Guðrúnu. Prestskonan að
Dvergasteini, frú Björg Einarsdóttir
frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði var
nákunnug Guðrúnu Kristjánsdóttur.
58
BLIK