Blik - 01.06.1969, Page 61
Þær voru sveitungar og vinkonur svo
að segja frá blautu barnsbeini, aldar
upp saman í Loðmundarfirði, Guð-
rún aðeins 6 árum eldri en prestsfrú-
in.
Fyrir atbeina prestsfrúarinnar flutt-
ust þau Jón og Guðrún að Dverga-
steini, fengu inni þar með bæði börn-
in og aðstöðu til athafna og bjarg-
ræðis. Jafnframt létu prestshjónin
Það ekki með öllu afskiptalaust, að
þau kostuðu kapps um að „uppfylla
jörðina“ ógift.
Séra Bj örn gaf þau saman í heilagt
hjónaband 28. maí 1895.
Vissulega má þannig að orði kom-
ast, að verulega tæki að halla undan
fæti fyrir nýgiftu hjónunum strax
eftir hjónavígsluna, þó að athöfnin
ylli þar auðvitað engu um.
Omurlegt er að hugleiða þá tíma,
er nú fóru í hönd fyrir þessum hjón-
um og kynnast lífsbaráttu þeirra.
Heimili þeirra leystist nú upp sökum
fátæktar og bjargarskorts. Við finn-
um yngra barnið niðursetning hjá
vandalausu fólki á Seyðisfjarðaröldu.
Guðrún, eiginkonan, hvarf frá manni
sínum með eldri dótturina í annað
sveitarfélag til þess að vinna þar fyr-
ir þeim báðum, forða þeim frá sveit.
Einn og yfirgefinn eigrar hinn fóta-
lausi eiginmaður milli húsa á Seyðis-
fjarðaröldu, bónbjargarmaður á sár-
um hnjám, þjáður á sál og líkama. —
Oft og tíðum er jarðlífið ekki síður
ömurlegt mannskepnunni en málleys-
ingunum.
Þessi einveru- og þjáningarár Jóns
fótalausa urðu fimm að þessu sinni.
Að þeim liðnum herti hann loks upp
hugann og breytti til.
Vorið 1901 fluttist Jón fótalausi
frá Seyðisfirði að Nesi í Norðfirði.
Þar vildi hann reyna að hefjast handa
á ný til sjálfsbjargar.
Fyrsta árið á Nesi gerðist hann
vinnumaður hjá hjónunum Pálma út-
gerðarmanni Pálmasyni og Ólöfu
Stefánsdóttur. I þeirri vist leið hon-
um vel eftir ástæðum. Þau hjón höfðu
bæði samúð með honum og hlynntu
að honum eftir föngum.
í vinnumannsvist þessari var Jón
eitt ár eða til haustsins 1902. Þá varð
hann sjálfra sín, varð „Iausamaður“,
eins og það var kallað, og hugðist
gera út sjálfur, róa og fiska fyrir eig-
in reikning á litlum árabáti. Haustið
1902 og svo vorið 1903 fiskaði Jón
vel og efldist að álnum. Hann fyllt-
ist nú brátt nýjum framtíðarvonum.
Á Nesi var mikill smábátaútvegur
um og eftir aldamótin, stutt að róa
og mið fiskisæl. í þessu litla þorpi
fann Jón fótalausi til þess áþreifan-
lega, hversu allir voru jafnir, allir
eitt í samhug og sjálfsbjagarviðleitn-
inni og báru hag hins smæsta fyrir
brjóstinu meir en hann átti að venj-
ast áður. Hér var engin gróðastétt
ríkjandi. Afkoma fólksins var jöfn og
heillavænleg. Eymd og volæði óþekkt
fyrirbrigði.
Vissulega vöknuðu hér hinum far-
lama manni vonir og vissa um batn-
andi hag og bjargálnalíf. Nú þráði
bann mest að fá Guðrúnu konu sína
til sín.
Kunningi hans, sem kunni að halda
59
BLIK